Skagafjörður

Jón Jökull Jónsson ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis

Jón Jökull Jónsson hefur verið ráðinn í starf umsjónarmanns verkstæðis á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði og mun hefja störf í mars.
Meira

Hlaut viðurkenningu fyrir afburða árangur í framreiðslu

Árlega hefur Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur haldið Nýsveinahátíð til heiðurs nýsveinum sem lokið hafa sveinsprófi með afburða árangri í sinni iðngrein. Skagfirðingurinn Heiðdís Líf Jóhannsdóttir hlaut á dögunum viðurkenningu fyrir afburða árangur í sinni Iðngrein – Framreiðslu. Það var frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands sem afhenti viðurkenninguna.
Meira

Dverghamstur sem á inniskó og smóking | Ég og gæludýrið mitt

Í Birkihlíðinni á Króknum býr Elsa Rún Benediktsdóttir en hún er tíu ára og á dverghamsturinn Sprota. Elsa Rún er dóttir Ásbjargar Ýrar Einarsdóttur (Obbu á Wanitu) og Benedikts Rúnars Egilssonar. Elsa á einnig einn eldri bróðir, Egil Rúnar, og yngri systur, Maríu Guðrúnu.
Meira

Taco skálar og Dísudraumur | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 31, 2024, voru Stella Dröfn Bjarnadóttir, fædd og uppalin á Mannskaðahóli í Skagafirði, og Jóhannes Geir Gunnarsson, fæddur og uppalinn á Efri Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu. Stella og Jóhannes búa á Efri-Fitjum ásamt börnum þeirra tveim.
Meira

Smábátasjómenn fagna stefnu nýrrar ríkisstjórnar

Drangey - smábátafélag Skagafjarðar hélt félagsfund þann 9. febrúar síðastliðinn og sendi frá sér ályktun þar sem fram kemur að félagsmenn fagna þeirri stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að festa strandveiðar í sessi á þeim grundvelli að heimilt verði að stunda þær 12 daga á mánuði tímabilið maí - ágúst, án stöðvunar og skerðingar daglegra aflaheimilda.
Meira

Byggðarráð Húnabyggðar vill tvo rannsóknarlögreglumenn í umdæmið

Fréttavefurinn huni.is segir frá því að embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra hefur sent erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að ráðuneytið fjármagni tvö stöðugildi rannsóknarlögreglumanna í umdæminu.
Meira

Borealis Data Center tryggði sér fjármögnun og fékk heiðursverðlaun á UT-messunni

Gagna­vers­fyr­ir­tækið Bor­eal­is Data Center, sem rek­ur gagna­ver á Finnlandi og á Íslandi, nánartiltekið á Blönduósi, Fitj­um í Reykja­nes­bæ og á Korpu­torgi í Reykja­vík, hef­ur tryggt sér um 21 millj­arðs króna fjár­mögn­un til að styðja við frek­ari vöxt á Íslandi og á Norður­lönd­un­um. Þá var fyrirtækinu veitt heiðursverðlaun UT-verðlauna Ský árið 2025 um sl. helgi á UT messunni sem haldin var í Hörpunni.
Meira

Unglingaráðið í körfunni komið með VEO LIVE myndavél

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fékk um miðjan janúar að gjöf frá Fisk Seafood sérstaka íþróttamyndavél sem tekur upp og streymir frá leikjum í beinni útsendingu. Þessi gjöf er nú þegar farin að nýtast einkar vel því vélin var strax tekin í notkun og búið að sýna frá nokkrum leikjum. Nú geta allar ömmur og afar fylgst með í stofunni heima, frændur og frænkur erlendis frá eða foreldrar og aðrir forráðamenn sem komast ekki á alla leiki. Þá nýtist vélin einnig í þjálfun, en þjálfarar geta nú horft á upptökur af leikjum og greint tækifæri til bætinga. 
Meira

Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Vel heppnaður og fjölmennur fundur fór fram í Salnum í Kópavogi á laugardaginn þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, lýsti yfir framboði sínu til formennsku í flokknum á landsfundi hans um næstu mánaðarmót. Fólk bæði alls staðar að af landinu og alls staðar úr Sjálfstæðisflokknum mætti á staðinn og féll ræða Guðrúnar ljóslega í afar góðan jarðveg hjá viðstöddum sem klöppuðu ákaft og ítrekað á meðan á henni stóð.
Meira

Hjólaferðaþjónusta - viðburður

Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum. Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu, segir á heimasíðu Húnþings vestra.
Meira