Skagafjörður

Matvælaráðuneytið bregst við umræðu um sauðfjársamning Bændasamtaka og ríkis

Vegna umræðu síðustu vikna um búvörusamninga um starfsskilyrði sauðfjárræktar hefur matvælaráðuneytið brugðist við og birt á heimasíðu ráðuneytisins nánari útskýringar samningsins og segir að heilt yfir muni stuðningurinn dreifist jafnar á framleiðendur.
Meira

Nýtt pílukastfélag stofnað í Skagafirði

Á dögunum var Pílukastfélag Skagafjarðar stofnað en nokkrir strákar hafa verið að hittast í haust og kasta saman pílu einu sinni til tvisvar í viku. Boðað hefur verið til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið verður þann 28. desember næstkomandi í aðstöðu félagsins að Borgarteig 7.
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Sjö tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Mikið um að vera í Sauðárkróksbakarí - Skólakrakkar stungu út smákökur og bökuðu

Það hefur mikið verið að gera í Sauðárkróksbakaríi undanfarnar vikur í aðdraganda jóla og mikið mætt á starfsfólkinu eins og gengur. Hvort það hafi verið til að létta undir með bökurum að bjóða yngstu nemendum Árskóla að taka þátt í jólakökugerðinni skal ósagt látið en að sögn Snorra Stefánssonar, yfirbakara og nýs eiganda Sauðárkróksbakarís tókust þessar heimsóknir stórkostlega vel.
Meira

Hermenn Úkraínu klæðast íslenskum ullarvörum

Flugvélafarmur af hlýjum vetrarfatnaði er kominn í notkun úkraínskra hermanna á vígstöðvunum, segir í skeyti frá utanríkisráðuneytinu. Kanadísk herflugvél flutti varninginn frá Íslandi þann 12. desember sl. og í gær fékk utanríkisráðuneytið sent myndband frá úkraínska hernum sem sýnir þegar farmurinn var tekinn í notkun á vígstöðvunum.
Meira

Færðu Skagfirðingasveit 1.300.000 kr. til tækjakaupa í minningu Pálma Friðriks.

Í dag, 21. desember, hefði Pálmi Friðriksson, einn stofnenda Steypustöðvar Skagafjarðar ehf., orðið 79 ára, en hann lést um aldur fram, 8. janúar 1998. Til minningar um hann færðu eigendur Steypustöðvarinnar Björgunarsveitin Skagfirðingasveit kr. 1.300.000 til tækjakaupa.
Meira

Hátt í 15 þúsund tekið þátt í námskeiðum síðustu tvo áratugi - 30 ára afmæli Farskólans

Farskólinn -miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra fagnaði 30 ára afmæli sínu sl. föstudag en þann 9. desember 1992 var stofnfundur Farskólans haldinn. Skólanum var ætlað að annast hvers konar fræðslustarf í kjördæminu og átti starfsemi skólans að miðast við að auka starfshæfni og vellíðan, eins og segir í stofnskránni. Kraftmikil starfsemi er enn í Farskólanum og fjöldi nemenda sem sækja hvers kyns námskeið sem í boði eru. Bryndís Kristín Þráinsdóttir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Farskólans síðan 2003 og sendi Feykir henni spurningar í tilefni tímamótanna og byrjaði á því að forvitnast um starfsemi Farskólans, tilurð og tilgang.
Meira

Þúfur hrossaræktarbú ársins 2022 :: Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga (HSS) hélt uppskeruhátíð fyrir árið 2022 þann 13. desember sl. í Tjarnarbæ. Við það tækifæri voru heiðruð þau hross sem efst stóðu sem einstaklingar í hverjum aldursflokki á kynbótasýningum ársins auk kynbótaknapa ársins, hrossaræktarbú ársins og hross sem hlotið höfðu afkvæmaverðlaun á árinu.
Meira

Jólagleði og afmælisfögnuður smábátafélagsins Drangeyjar

Fyrsta jólagleði Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar var haldið 13. desember sl. þar sem meirihluti félagsmanna og makar þeirra komu saman í Ljósheimum. Félagið er átta ára um þessar mundir og þótti við hæfi að gera sér dagamun í tilefni þess og jóla.
Meira

Ekki hringja í Neyðarlínuna til að fá upplýsingar um veður og færð

Mikið álag er á upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777, segir í tilkynningu frá stofnuninni, svo mikið að þegar fólk nær ekki í gegn bregður það á það ráð að hringa í Neyðarlínuna 112. Þar eru allar línur tepptar af fólki að spyrja um færð, veður og lokanir vega.
Meira