Vel heppnuð rökkurganga í Glaumbæjarblíðunni

Alls konar gestir tóku þátt í rökkurgöngunni. MYNDIR AF FB-SÍÐU BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA
Alls konar gestir tóku þátt í rökkurgöngunni. MYNDIR AF FB-SÍÐU BYGGÐASAFNS SKAGFIRÐINGA

Það er eitt og annað sem brallað er á aðventunni. Það hefur í mörg ár verið venjan að boðið sé upp á rökkurgöngu hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ og svo var einnig í ár því nú á sunnudaginn var búið að koma gamla bænum í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu. Móttökurnar fóru fram úr björtustu vonum í vetrarblíðunni.

Áshús var opið milli 15 og 17 og þar var hægt að skoða safnið og fá sér kaffi. Sögustund var í baðstofunni í Glaumbæ og fólk naut samverunnar. „Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og borið með sér jólaanda í brjósti heim,“ segir á Facebook-síðu Byggðasafnsins. Myndirnar sem hér fylgja er af síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir