Skagafjörður

Stefnt að framkvæmdum vegna myglu í sumar

Mygla var staðfest í úttekt EFLU á aðalbyggingu Háskólans á Hólum sumarið 2019 en lítið sem ekkert var aðhafst næstu tvö árin þar á eftir. Fram kemur í frétt RÚV af málinu að nú horfi til betri vegar og farið verði í framkvæmdir í sumar. „Málið er komið frá ráðuneyti til framkvæmdarsýslunnar sem er búin að gera samning við tvær verkfræðistofur sem eru að vinna útboðsgögn til þess að bjóða út verkið sem við kemur viðgerðum,“ er haft eftir Hólmfríði Sveinsdóttur, rektors háskólans.
Meira

Ari Eyland á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, íþróttahátíð fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fer fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21.-28. janúar. Meðal átján keppenda frá Íslandi er Ari Eyland Gíslason, brettakappi á Sauðárkróki.
Meira

Opinn fundur um Blöndulínu 3 í Miðgarði í dag

Landsnet efnir í dag til fundar um Blöndulínu 3 í Menningarhúsinu Miðgarði með landeigendum og öðrum haghöfum. Fundurinn hefst kl. 16:30 og stendur til 18:30, Blöndulína 3 er enging á milli Blöndu og Akureyrar en á fundinum verður m.a. farið yfir stöðuna á framkvæmdinni eftir að álit skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar liggur fyrir, sem og önnur mál sem tengjast verkefninu.
Meira

Átján kindum bjargað úr afrétt

Síðastliðinn föstudag náði Andrés bóndi í Tungu í Gönguskörðum við annan mann að koma sautján kindum til byggða úr Vesturfjöllum sem voru, þrátt fyrir fannfergi og kulda, í ágætu ásigkomulagi. Nokkrum dögum áður hafði Andrés staðsett féð og náð að handsama eitt lamb og flutt með sér heim.
Meira

Ég lofa :: Leiðari Feykis

Loforð er eitthvað sem við gefum þegar við viljum að eitthvað gangi eftir sem við getum haft áhrif á og fylgjum eftir. Loforð er skuldbinding sem hver og einn verður að standa við og efna. Annað eru svik. Öðru máli gegnir um vilja sem er eiginleikinn til að framkvæma, ef maður nennir því eða kemur því í verk þó einhver ljón séu í veginum. Ég hef t.d. margoft sýnt vilja minn til ýmissa verkefna en aldrei framkvæmt án þess að hafa lofað því sérstaklega.
Meira

Karla- og kvennalið Tindastóls sóttu Akureyri heim

Karla- og kvennalið Tindastóls voru bæði í eldlínunni í Kjarnafæðismótinu um liðna helgi. Stelpurnar mættu Þór/KA 2 og máttu lúta í gervigras Bogans eftir 2-1 tap en strákarnir mættu í kjölfarið liði Þórs 2 og eftir að hafa lent tveimur mörkum undir náðu Stólarnir að jafna metin og lokatölur þar 2-2.
Meira

FG hafði betur í Gettu betur

Lið FNV tók þátt í 16 liða úrslitum í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinni útsendingu á Rás2 í gærkvöldi. Eftir spennandi keppni reyndust fjölbrautungar úr Garðabæ sterkari á svellinu og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum í sjónvarpssal með 22-18 sigri.
Meira

Umferðarslys í Hjaltadal

Umferðarslys varð upp úr kl.16.00 í dag á Hólavegi í Hjaltadal í Skagafirði. Samkvæmt færslu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook- síðu sinni skullu þar saman tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum. Aðstæður á vettvangi voru ekki góðar, snjór og hálka.
Meira

Helgi Sigurjón tekur þátt í hæfileikamótun N1 og KSÍ

Hinn þrettán ára gamli Helgi Sigurjón Gíslason fótboltakappi í Tindastól hefur verið boðaður til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á Norðurlandi en æfingin fer fram miðvikudaginn 18. janúar næstkomandi í Boganum á Akureyri.
Meira

FNV mætir FG í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, heldur áfram í kvöld og lið FNV, sem lagði Menntaskólann í Kópavogi í fyrstu umferð, mætir liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 16-liða úrslitum. Viðureignin fer fram í kvöld, 16. janúar, klukkan 20:35 í beinni útsendingu á Rás 2.
Meira