Skagafjörður

Metfjöldi umsókna á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrjátíu verkefni sóttu um á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram þann 29. mars næstkomandi en umsóknarfrestur rann nú um miðjan janúar. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt heldur slíka hátíð á Siglufirði og verður tilkynnt 15. febrúar nk. hvaða sprota- og vaxtarfyrirtæki munu stíga á stokk fyrir fullum sal fjárfesta í mars.
Meira

Raunveruleikatékk í Síkinu þegar Njarðvík sótti stigin

Það reyndist boðið upp á örlítið raunveruleikatékk í Síkinu í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti spræku liði Njarðvíkinga. Ekki vantaði eftirvæntinguna og vonarneistann í glaðværa og dugmikla stuðningsmenn Stólanna en að þessu sinni náðu þeir ekki alveg að kveikja neistann í sínum mönnum í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Pavel Ermolinski. Lið Njarðvíkur, sem er eitt af þremur bestu liðum Subway-deildarinnar sem stendur, reyndist sterkari aðilinn í leiknum og gátu eiginlega ekki annað en unnið leikinn miðað við gjafirnar sem vörn Stólanna færði þeim ítrekað. Lokatölur 86-94.
Meira

KS fær ekki að kaupa Gunnars

Samkeppniseftirlitið birti í gær ákvörðun sína um að ógilda kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf. sem stofnað var til í júní á síðasta ári en með kaupunum hefðu runnið saman tveir af stærstu framleiðendum á majónesi og köldum sósum á Íslandi. Vonbrigði, segir forstöðumaður Mjólkursamlagsins.
Meira

Malen gefur út plötuna Back Home

Nú nýverið gaf Króksarinn Malen Áskelsdóttir út sína fyrstu plötu, Back Home, og er hægt að hlýða á hana á Spotify. Malen er næstelst dætra Völu Báru Valsdóttur og Áskels Heiðars Ásgeirssonar. Lögin eru lauflétt og grípandi, oftar en ekki lágstemmt kántrýskotið popp en hún samdi lög og texta yfir þriggja ára tímabil, frá 2019 og fram í ársbyrjun 2022. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Malen.
Meira

Sex stúlkur úr Tindastóli í Norðurlandsúrvalinu

Tindastóll á sex fulltrúa í 18 manna lokahópi Norðurlandsúrvals stúlkna í knattspyrnu. Liðið er skipað stúlkum sem hafa fæðst árið 2007 eða 2008. Úrvalið fer til Danmerkur og spilar þar tvo leiki við FC Nordsjælland og Brøndby IF dagana 26. febrúar - 2. mars.
Meira

Endurmat á losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræðslunni að endurmeta losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlandi í losunarbókhaldi Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjórnarráðsins.
Meira

Drangey-smábátafélag sendir stjórnvöldum tóninn

Á félagsfundi Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar, sem haldinn var sl. sunnudag, voru samþykktar ályktanir er lúta að breyttum reglum strandveiða. Þá mótmælir félagið þeirri hugmynd að botndregnum veiðarfærum og handfæraveiðar verði settar undir sama hatt. Jafnframt lýsir félagið furðu sinni á þeirri fyrirætlan stjórnvalda að auka veiðar með botntrolli nálægt landi, jafnvel upp að þriggja mílna landhelgi í nafni umhverfisverndar og minni kolefnislosunar.
Meira

Stormur og samgöngutruflanir á Norðurlandi

Sunnan hvassviðri eða stormur er á norðanverðu landinu enda gular viðvaranir í gildi frá Veðurstofunni. Einnig er útlit fyrir talsverða rigningu sunnan- og vestan til. Búast má við samgöngutruflunum.
Meira

Ályktanir aðalfundar Svæðisfélags VG í Skagafirði

Svæðisfélag VG í Skagafirði kom saman á aðalfundi þann 14. janúar og lagði fram ályktanir sem varða almannahag og snúa m.a. að svæðaskiptingu grásleppuveiða, takmarkanir á dragnótaveiðum í Skagafirði, styrkingu stoða Háskólans á Hólum, áskorun á innviðaráðherra að skoða kosti þess að Alexandersflugvöllur verði gerður að varaflugvelli og tryggja nauðsynlega fjármuni til vegaframkvæmda á Norðurlandi vestra. Þá fagnar aðalfundurinn þeim skrefum sem stigin eru í bættu farsímasambandi í sveitum landsins, en áréttar að gera þarf miklu betur í þeirri sjálfsögðu innviðauppbyggingu.
Meira

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga kemur samfélaginu vel

Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga er mörgum að góðu kunnur, segir í færslu á heimasíðu Húnaþings vestra en tilefnið er höfðinglegur stuðningur Gæranna til samfélagsins á síðasta ári.
Meira