Skagafjörður

Kjúklingaréttur og súkkulaðimús

Í tbl. 30, 2022, var matgæðingur vikunnar Viktoría Eik Elvarsdóttir og er hún fædd og uppalin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og hefur búið alla sína tíð. Viktoría útskrifaðist frá Háskólanum á Hólum árið 2020 með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu og starfar í dag við tamningar og þjálfun á Syðra-Skörðugili.
Meira

Dom Furness og David Romay ráðnir í þjálfarateymi Tindastóls

Það styttist óðum í að alvaran hefjist hjá knattspyrnufólki. Karla- og kvennalið Tindastóls taka nú þátt í Kjarnafæðismótinu þar sem þau lið hér norðanlands sem ná í lið taka þátt. Í byrjun febrúar hefst síðan Lengjubikarinn hjá stelpunum en strákarnir hefja leik í byrjun mars. Lengjubikarinn er aðal undirbúningsmótið fyrir Íslandsmótin en fyrsta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram síðustu helgina í apríl. Það er því eins gott að hefja undirbúning sem fyrst og nú hefur verið gengið frá ráðningu þjálfara karlaliðsins og markmannsþjálfara beggja liða.
Meira

Frábær fjórði leikhluti Stólanna færði liðinu sigur gegn ÍR

Subway-deildin í körfunni fór í gang á ný í gærkvöldi eftir örlítið bikarhlé. Tindastólsmenn héldu suður í Breiðholt þar sem stigaþyrstir ÍR-ingar biðu þeirra í Skógarselinu. Það má alltaf reikna með hörkuleik þegar Stólarnir sækja ÍR heim og það varð engin breyting á því í gær, mikið jafnræði með liðunum þar til í fjórða leikhluta að gestirnir sýndu hvað í þeim býr og þeir rúlluðu norður með stigin tvö og kampakátan nýjan þjálfara, Pavel Ermolinskij. Lokatölur 81-96 og Stólarnir stukku þar með upp í fimmta sæti.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps náði loks að blása til mannfagnaðar

Loks náði Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps að halda árshátíð sína eftir tvo Covid-takmarkandi vetur en síðasta hátíð þar á undan fór fram í janúar 2020. Samkvæmt venju var samkoman haldin í Húnaveri sl. laugardag og var vel sótt.
Meira

Bóndadagur í dag

Í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra sem er fjórði mánuður vetrar að forníslensku tímatali og mun upphaf hans upphaflega hafa miðast við fyrsta nýtt tungl eftir vetrarsólhvörf. Þorri hefst alltaf á föstudegi í 13. viku vetrar á bilinu 19. til 25. janúar
Meira

Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í hláku morgundagsins

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið vegna veðurs en varað er við asahláku á morgun þegar frostið gefur eftir fyrir hlýjum sunnanþey. Í athugasemd veðurfræðings á heimasíðu Veðurstofunnar kemur fram að spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi sunnan- og vestanlands seint í nótt og framan af morgundegi með úrkomu og hlýnandi veðri.
Meira

Fyrsti leikur Stólanna í kvöld undir stjórn Pavels

Þá er bikarhelgin í körfunni yfirstaðin en Valsmenn fögnuðu þar sigri gegn Stjörnumönnum eftir spennandi leik og búa því svo vel þessa dagana að geta státað af því að geyma stóru titlana tvo í körfunni. Tindastólsmenn skutlast suður í Breiðholt í dag og etja kappi við lið ÍR sem bíður þeirra í Skógarselinu. Þetta verður fyrsti leikur Stólanna undir stjórn Pavels Ermolinskij sem skrifaði undir samning um að stjórna liði Tindastóls fram á vorið hið minnsta í kjölfar þess að Vlad hvarf af sviðinu.
Meira

Þóra Sigrún Kristjánsdóttir frá Óslandi - Minning

Árið er 1955. Hún var nítján ára við vinnu á Hólum þegar hún fékk þau skilaboð frá föður sínum að reyna að komast á Krókinn og heimsækja móður á sjúkrahúsinu. Hún vissi af ungum manni, sem átti bíl og bað hann að leyfa sér að sitja í næst þegar hann færi á Krókinn, sem var auðsótt mál. Þarna kvaddi hún móður sína sem lést stuttu síðar. Þegar henni var tilkynnt andlát móðurinnar slapp út úr henni «Æ það var gott» Og þessi orð fylgdu henni það sem eftir lifði og hún lifði í þeirri bjargföstu trú að dauðinn væri ekki það versta sem gæti hent þig í lífinu. Þegar kvölin er orðin svona mikil er dauðinn líkn. Enda lét hún gjarnan þau orð falla ef eldra fólk féll frá «Æ það var gott að hún/hann fékk að deyja». En ungi maðurinn sem átti bílinn varð síðar eiginmaður hennar til tæpra sextíu ára.
Meira

Vörusvik og sýndarmennska í boði stjórnvalda

Lands­virkj­un hef­ur nú ákveðið og skráð að öll raf­orka sem fyr­ir­tækið sel­ur hér á landi sé nú fram­leidd með kol­um, olíu eða kjarn­orku. Ef smá­sal­ar, sem selja raf­magn til al­menn­ings, vilja grænt raf­magn þurfa þeir að borga fyr­ir vott­un eða bjóða not­end­um sín­um að gera það. Not­andi sem kaup­ir grænt raf­magn, fram­leitt á Íslandi, þarf því sam­kvæmt þessu að greiða sér­stak­lega fyr­ir það. Sam­kvæmt frétt­um er hér um 15% hækk­un á grænni raf­orku að ræða. Orku sem er og hef­ur alltaf verið GRÆN!
Meira

Bilun í kaldavatnstanki á Hólum

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum eru íbúar á Hólum í Hjaltadal upplýstir um bilun sem varð í kaldavatnstanknum á staðnum og því megi búast við truflunum á rennsli kalda vatnsins þar.
Meira