Umferðarslys í Hjaltadal
Umferðarslys varð upp úr kl.16.00 í dag á Hólavegi í Hjaltadal í Skagafirði. Samkvæmt færslu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra á Facebook- síðu sinni skullu þar saman tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum. Aðstæður á vettvangi voru ekki góðar, snjór og hálka.
Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins en í annarri bifreiðinni voru tveir aðilar en einn í hinni bifreiðinni. Hólavegur hefur verið lokaður vegna rannsóknar á vettvangi en er við það að opnast nú upp úr klukkan 18:30. Að sögn lögreglunnar voru aðilarnir í slysinu fluttir með sjúkrabifreiðum á Sauðárkrók og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki er vitað nákvæmlega með meiðsl fólksins en þau eru samt sem áður ekki talin lífshættuleg.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.