Skagafjörður

Arnar Geir og Ingvi Þór tóku tvímenninginn

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að gamla góða pílan hefur nú gengið aftur og fjöldi fólks stundar þetta huggulega sport, sumir í keppnisstuði en aðrir fara fínt með þetta heima í skúr. Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrirtvímenningsmót sl. föstudagskvöld og tókst það frábærlega og þátttaka góð þrátt fyrir að leikur Íslands og Svíþjóðar í hand færi fram á sama tíma.
Meira

Zoran Vrkic yfirgefur Tindastól - Uppfært

Króatinn Zoran Vrkic og Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að hann hafi lokið leik fyrir liðið. Þetta kemur fram á Facebook-síðu deildarinnar en þar er honum þakkað fyrir samstarfið og óskað alls hins besta í framtíðinni.
Meira

Sýning í Textílmiðstöð Ísland og opinn dagur í Textíllab

Það er mikið um að vera í textíllistinni á Blönduósi næstu daga því á morgun verður haldin sýning textíllistamanna, sem ber heitið Goosebumps Alive!, í Kvennaskólanum mili klukkan 15 og 18. Um helgina, 28. & 29. janúar verða svo opnir dagar í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni.
Meira

Sérfræðingarútan úti á túni :: Leiðari Feykis

Nú er riðlakeppni HM í handbolta nýlokið og því miður komst íslenska liðið ekki í átta liða úrslit eins og vonir stóðu til fyrir mót. Liðið er úr leik og hafnaði í 12. sæti keppninnar. Ljóst er að árangur liðsins hefur valdið ákveðnum hópi gríðarlegum vonbrigðum sem ræðir um að þjálfarinn verði að axla ábyrgð og taka pokann sinn.
Meira

Fyrsta Opna húsið hjá Nes á árinu

Fyrsta Opna húsið á árinu hjá Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður haldið á morgun, fimmtudaginn 26. janúar á milli klukkan 16:30 og 18:30. Fjölbreyttur hópur listamanna dvelur nú í listamiðstöðinni og fæst ýmist við bókmenntir, ljósmyndun, teikningu, málun eða skúlptúrgerð.
Meira

Litfögur glitský á himni

Skagfirðingar fengu aldeilis myndarlega sýningu í gærmorgun þegar himininn skartaði fagurlituðum glitskýjum. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský séu ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 - 30 km hæð. Ívar Gylfason var með myndavélina á lofti og sendi Feyki meðfylgjandi myndir.
Meira

Ekkert heitt vatn í Varmahlíð á morgun

Á morgun 25. janúar verður unnið í dælustöð hitaveitu í Varmahlíð frá klukkan tíu um morguninn sem hafa mun í för með sér að heitavatnslaust verður hjá öllum notendum sem fá heitt vatn frá Varmahlíð, að Blönduhlíð undanskilinni, en þar munu verða einhverjar truflanir.
Meira

Garðfuglatalning um helgina

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Á heimasíðu Fuglaverndar segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Magnaður árangur keppenda UMSS og USAH á Stórmóti ÍR

Stórmót ÍR fór fram í Laugardalshöll um helgina, það 26. í röðinni, og var fjölmennt líkt og áður en yfir 500 keppendur frá 28 félögum voru skráðir til keppni. Keppt var í fjölþraut barna 10 ára og yngri og í hefðbundnum greinum í öllum aldursflokkum 11 ára og eldri. Fjölmargir keppendur frá UMSS og USAH tóku þátt og tólf þeirra náðu á verðlaunapall.
Meira

Heiðmar sigraði í Söngkeppni NFNV

Söngkeppni FNV fór fram síðastliðið fimmtudagskvöld á sal bóknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Sigurvegari keppninnar var Heiðmar Gunnarsson en hann söng lagið Another Love sem Tom Odell gerði vinsælt fyrir um tíu árum síðan og hefur fengið yfir 1.4 milljarð spilana á Spotify.
Meira