Skagafjörður

Það verður skíðað í Stólnum um helgina

Snjókoma í byrjun október varð til þess að skíðavinir gerðu sér vonir um góðan skíðavetur í Tindastólnum. Skíðagöngufólk spratt úr spori og opnað var í lyftur fyrir æfingahópa í október en síðan gufaði snjórinn upp og varla hægt að segja að krítað hafi í fjöll fram að jólum. Það hafa því verið rólegheit á skíðasvæðum landsmanna en nú horfir betur til skíðatíðar og stefnt er á að opna í Stólnum um helgina, í það minnsta á meðan veður leyfir.
Meira

Nýtt hljóðkerfi tekið í gagnið í Síkinu

Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og mun það leysa af hólmi gamla kerfið sem var víst komið á tíma. Fram kemur í frétt á heimasíðu Skagafjarðar að nýja kerfið sé mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er þar að auki mun einfaldara í notkun.
Meira

Frábær lið og fallegir dómarar í Síkinu í kvöld

Áfram heldur körfuboltinn að skoppa og í kvöld er sannkallaður stórleikur í Síkinu því þá mæta Keflvíkingar í heimsókn. Subway-deildin er jöfn og skemmtileg og aðeins Íslandsmeistarar Vals sem virðast vart tapa leik. Lið Keflavíkur er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig að loknum ellefu leikjum en Stólarnir eru með 12 stig í sjöunda sæti og hafa ekki alveg fundið taktinn það sem af er móti en meiðsli og veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá okkar mönnum.
Meira

Þrettándinn er í dag :: Ráðlagt að hlusta ekki á tal kúa

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla. Í bók Árna Björnssonar Saga daganna, kemur fram að dagurinn var áður talinn fæðingardagur Jesú á undan 25. desember. „En þegar sú tign var af honum tekin, hlaut hann í staðinn virðingarheitið epiphania, sem merkir opinberun, og var þá svo látið heita, að Kristur hefði á þeim degi opinberast með þreföldum hætti hér á jörðu: tilbeiðslu vitringanna, skírninni í Jórdan og brúðkaupinu í Kana.
Meira

Þekktur heimildaljósmyndari í Bjarmanesi á laugardag

Ljósmyndarinn og fyrirlesarinn Esther Horvath sýnir og segir frá störfum sínum á norðurslóðum nk. laugardag í Bjarmanesi, menningar-og samveruhúsi á Skagaströnd. Atburðurinn hefst kl. 15:00, allir velkomnir og heitt verður á könnunni.
Meira

Í landsliðshópi Frjálsíþróttasambandsins eru tvö úr UMSS

Tvö úr UMSS eru í landsliðshópi Íslands í frjálsum íþróttum en afrekssvið og verkefnisstjóri A-landsliðsmála völdu hópinn með hliðsjón af árangri keppenda á árinu 2022. Einn af hápunktum sumarsins verður Evrópubikarkeppni landsliða sem fram fer í Silesia, Póllandi 20-22. júní og er markmiðið að halda sæti liðsins í 2. deild og ljóst er að það er verðugt verkefni.
Meira

Lilja lenti Boeing 767 á JFK í flughermi

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti þjálfunarsetur Icelandair sem staðsett er að Flugvöllum í Hafnarfirði og fundaði með forstjóra og framkvæmdarstjórum félagsins. Prófaði hún meðal annars flughermi í setrinu er hún lenti Boeing 767-300 vél á JFK flugvelli í New York.
Meira

Naumt tap Stólastúlkna í spennuleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni spilaði fyrsta leik sinn á nýju ári í gærkvöldi en þá heimsóttu þær lið Aþenu/Leiknis/UMFK í Austurberg. Kanaskipti hafa orðið hjá Stólastúlkum en Jayla Johnson spilaði í gær sinn fyrsta leik en hún er allt öðruvísi leikmaður en Chloe Wanink sem var með liðinu fyrir áramót. Leikurinn í gær var jafn og spennandi en það voru heimstúlkur sem reyndust sterkari í fjórða leikhluta og unnu þriggja stiga sigur. Lokatölur 73-70.
Meira

Tindastólshjartað risastórt :: Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2022

Íþróttafélagið Molduxar á Sauðárkróki hélt sitt 29. jólamót í körfubolta annan dag jóla í íþróttahúsinu þar sem ungar og gamlar kempur setja saman lið og hafa gaman. Árið 2015 var ákveðið á Allsherjarþingi Molduxa að framvegis yrði fyrir mót veitt samfélagsviðurkenning Molduxa þeim einstaklingi sem þykir hafa með störfum sínum glætt samfélagið á einhvern hátt.
Meira

Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir valin Maður ársins af lesendum Feykis

„Eftir að hafa upplifað mikla útskúfun í samfélaginu tók Tanja völdin í eigin hendur og hélt fyrstu Druslugönguna sem haldin hefur verið á Sauðárkróki við góðar undirtektir. Tanja er í Öfgum sem er femínista hópur sem berst gegn kynbundnu ofbeldi og styður við þolendur kynferðisofbeldis. Hún tók þátt í að skrifa skuggaskýrslu um kvennasáttmálann og ávarpaði þing Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilnefningu Tönju en hún fékk flest atkvæði þeirra sem tilnefnd voru til Manns ársins 2022 á Feykir.is.
Meira