Skagafjörður

Sigurkarfan hjá 11. fl. karla þegar 2,7 sek. voru eftir af leiknum - myndband

Um helgina mættust Tindastóll og Vestri í 11. flokki karla í Síkinu og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og sá seinni á sunnudeginum.
Meira

Íslenska landsliðið lækkar eldneytisverð

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik hafi lokið þátttöku á Heimsmeistaramótinu geta landsmenn fagnað í dag þar sem frammistaða þess í leiknum í gær gegn Brasilíu hefur áhrif á eldneytisverð í dag. ÓB og Olís bjóða lykil- og korthöfum afslátt í dag sem nemur markafjölda liðsins í leiknum.
Meira

Nú er rétti tíminn til að hefja mottusöfnun

Mottumars er handan við hornið, segir í tilkynningu Krabbameinsfélagsins, og þá er um að gera að safna mottu en Mottukeppnin verður að sjálfsögðu á sínum stað. Þar eru karlmenn hvattir til að taka þátt, einir sér eða jafnvel að hóa í félagana og stofna hóp. Þá er einnig bent á að tilvalið sé fyrir vinnustaði að skella í lið.
Meira

Sigur og tap hjá liðum Tindastóls

Lið Tindastóls spiluðu sitt hvorn leikinn á Kjarnafæðismótinu í gær og var leikið á Akureyri. Stelpurnar mættu FHL, sameiginlegu liði Austfirðinga, og höfðu sigur en strákarnir lutu í gervigras gegn liði Völsungs.
Meira

Tortillaterta og snakkbrauðréttur

Ég, Sigríður Garðarsdóttir, var svolítið svöng þegar ég fór á stúfana með hverju Feykir ætti að mæla með í tbl 28, 2022, og það kom að sjálfsögðu eitthvað óhollt upp í höfuðið á mér og í þetta skipti langaði mig í snakk… Ætla að sjálfsögðu ekki að láta það eftir mér en kannski væri gaman að prufa þessar skemmtilegu uppskriftir sem innihalda snakk og fékk ég þær af síðunni mommur.is – mæli með að skoða síðuna þeirra, það er fullt af flottum uppskriftum hjá þeim.
Meira

Fyrsta brúin yfir Laxá byggð 1876

Fyrir skömmu birti Feykir frétt af brúarsmíði yfir Laxá í Refasveit fyrir um 100 árum síðan og með fylgdi mynd sem áður hafði birst á vef Skagastrandar. Segir í myndatexta að þar sé fyrsta brúin yfir Laxá í Refasveit, byggð á árunum 1924-1927, og sú brú sem nú er í smíðum væri sú þriðja.
Meira

Stjörnustúlkur höfðu betur gegn liði Tindastóls

Stólastúlkur spiluðu í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag í fimmtánda leik sínum í 1. deild kvenna. Heimastúlkur í Stjörnunni hafa á að skipa sterku liði og tróna á toppi deildarinnar með þrettán sigurleiki og aðeins eitt tap. Lið Tindastóls hefur aðeins unnið tvo leiki í vetur en er að reyna að ná að koma fótunum undir sig. Leikurinn í dag var sveiflukenndur en aðeins tveimur stigum munaði í hálfleik. Heimastúlkur byggðu upp forskot í þriðja leikhluta og unnu að lokum sigur, 86-72.
Meira

„Sigurkvöldið varð algjör sæluþoka“ / KUSK

Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.
Meira

Pantaði eitt kíló af flestum litum og fékk tvo fulla ruslapoka

Unnur Sævarsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði og hefur búið með honum Sævari sínum á Hamri í Hegranesi í 33 ár.
Meira

Gerir ekkert nema fá borgað fyrir það

Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Meira