Opinn fundur um Blöndulínu 3 í Miðgarði í dag

Mynd af síðu Landsnets sem sýnir aðalvalkost línunnar milli Blöndu og Akureyrar.
Mynd af síðu Landsnets sem sýnir aðalvalkost línunnar milli Blöndu og Akureyrar.

Landsnet efnir í dag til fundar um Blöndulínu 3 í Menningarhúsinu Miðgarði með landeigendum og öðrum haghöfum. Fundurinn hefst kl. 16:30 og stendur til 18:30, Blöndulína 3 er enging á milli Blöndu og Akureyrar en á fundinum verður m.a. farið yfir stöðuna á framkvæmdinni eftir að álit skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar liggur fyrir, sem og önnur mál sem tengjast verkefninu.

„Blöndulína 3 er 220 Kv háspennulína sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Til­gang­ur fram­kvæmd­ar­inn­ar er að styrkja meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku á Norður­landi en jafn­framt er hún 3. áfanginn í því að auka flutn­ings­getu byggðalínu­hrings­ins. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög. Húna­vatns­hrepp, Sveit­ar­fé­lagið Skaga­fjörð, Akra­hrepp, Hörgár­sveit og Ak­ur­eyr­ar­bæ,“ segir m.a. á heimasíðu Landsnets.

Í gær stóð Landsnet fyrir vinnustofu vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 á Hótel Laugarbakka.

Sjá nánar á heimasíðu Landsnets >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir