Opinn fundur um Blöndulínu 3 í Miðgarði í dag
Landsnet efnir í dag til fundar um Blöndulínu 3 í Menningarhúsinu Miðgarði með landeigendum og öðrum haghöfum. Fundurinn hefst kl. 16:30 og stendur til 18:30, Blöndulína 3 er enging á milli Blöndu og Akureyrar en á fundinum verður m.a. farið yfir stöðuna á framkvæmdinni eftir að álit skipulagsstofnunar á umhverfismati línunnar liggur fyrir, sem og önnur mál sem tengjast verkefninu.
„Blöndulína 3 er 220 Kv háspennulína sem fyrirhugað er að leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Tilgangur framkvæmdarinnar er að styrkja meginflutningskerfi raforku á Norðurlandi en jafnframt er hún 3. áfanginn í því að auka flutningsgetu byggðalínuhringsins. Lega línunnar er fyrirhuguð um fimm sveitarfélög. Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarbæ,“ segir m.a. á heimasíðu Landsnets.
Í gær stóð Landsnet fyrir vinnustofu vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 á Hótel Laugarbakka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.