Skagafjörður

N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum eftir 15 ára hark

N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. N4 hefur haldið úti metnaðarfullri sjónvarpsdagskrá með landsbyggðina í fyrirrúmi í 15 ár, gefið út dagskrárblað auk þess sem um tíma var gefið út blað sem byggði á efni stöðvarinnar. Króksarinn María Björk Ingvadóttir hefur verið í forsvari fyrir N4 síðustu árin og barist ötullega fyrir viðgangi stöðvarinnar en þar hafa nokkrir sprækir Skagfirðingar til viðbótar látið ljós sitt skína.
Meira

Arnar Geir hafði betur í úrslitum gegn Þórði Inga

Í gærkvöldi stóð Pílukastfélag Skagafjarðar fyrir vel heppnuðu móti en 16 keppendur mættu til leiks í aðstöðu félagsins við Borgarteig á Sauðárkróki. Eftir spennandi keppni þá sigraði Arnar Geir Hjartarson að loknum spennandi úrslitaleik við Þórð Inga Pálmarsson en úrslitaviðureignin endaði 3-2. Í þriðja sæti varð síðan Ingvi Þór Óskarsson eftir að hafa borið sigurorð af Orra Arasyni.
Meira

Pat segir þróunina í leik Stólastúlkna vera jákvæða

Veturinn hefur verið erfiður hjá liði Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni og aðeins tveir sigurleikir í 16 leikjum. Feykir sendi Pat Ryan, þjálfara liðsins, nokkrar spurningar „Við erum lið með fullt af ungum leikmönnum sem þurfa tíma til að þroskast. Stelpurnar vinna hörðum höndum á hverjum degi,“ sagði Pat þegar Feykir byrjaði á að spyrja um hvað væri það helsta sem upp á vantar hjá liðinu.
Meira

Auður Herdís tekur við rekstri Héðinsminnis

Auður Herdís Sigurðardóttir, oft kennd við Stóru-Akra í Blönduhlíð, hefur tekið við rekstri félagsheimilisins Héðinsminni en samningur þess efnis var undirritaður við Skagafjörð til næstu fimm ára. Héðinsminni verður kynntur sem nýr áfangastaður í Skagafirði fyrir hópa í mat og drykk undir merkjum Áskaffis.
Meira

Horaður búfénaður í mykju upp að hnjám

​Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði og segir á heimasíðu samtakanna að tilkynningin hafi verið send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.
Meira

Þorleifur Ingólfsson (Smilli) - Minning

Þorleifur Ingólfsson sjómaður og bóndi á Þorbjargarstöðum á Skaga, fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1950. Hann lést á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans 17. janúar. Foreldrar hans voru Ingólfur Guðmundsson bifvélavirki, f. 19.4. 1929, d. 16.6. 1991, og Fjóla Þorleifsdóttir ljósmóðir, f. 20.8. 1928, d. 6.11. 2007. Bræður Þorleifs eru Guðmundur Örn, f. 19.10. 1952 og Jóhann Helgi f. 3.7. 1960.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Þær linna ekki látum lægðirnar sem ganga nú hver af annarri yfir landið en gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið með austan og suðaustan 15-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark, en rigning sunnan til og hiti 1 til 6 stig. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.
Meira

Stólastúlkur börðust allt til loka en KR vann

Það var spilað í 1. deild kvenna í körfunni í gærkvöldi en þá fengu Stólastúlkur lið KR í heimsókn í Síkið. Vesturbæingar eru með eitt af betri liðum deildarinnar í vetur þó liðið virðist ekki ná að berjast um eitt af tveimur efstu sætum deildarinnar þar sem Stjarnan er í sérflokki og lið Snæfells og Þórs Akureyri berjast um annað sætið. Leikurinn í gær varð kannski aldrei verulega spennandi því gestirnir voru sterkari en heimastúlkur voru þó aldrei langt undan og veittu liði KR harða keppni. Lokatölur 64-72.
Meira

Fyrir hvern setur þú upp kolluna? - Lífið er núna dagurinn - 9. febrúar

Nú stendur yfir fjáröflunar- og árvekniátak Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Markmið átaksins er að selja nýjar Lífið er núna húfur og vekja athygli á þeim áskorunum sem verða á vegi fyrir þau sem greinast með krabbamein sem og aðstandendum og hvernig Kraftur getur stutt við þau með hjálp almennings og fyrirtækja í landinu.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira