Skagafjörður

Sigtryggur Arnar í úrvalsliði Subway-deildar

Í hádeginu í dag stóð KKÍ fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir eftir tímabilið í körfunni. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á því tímabili sem lauk nýverið. Þar komst Sigtryggur Arnar Björnsson í úrvalslið Subway-deildar, ásamt Ólafi Ólafssyni Grindavík, Styrmi Snæ Þrastarsyni Þór Þ. og Völsurunum Kristófer Acox og Kára Jónssyni, sem einnig var valinn leikmaður ársins.
Meira

„Eins og mörg tonn af gleði hafi verið leyst úr læðingi“

Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið í vegferð Tindastóls að titlinum fallega. Í gærkvöldi sigruðu Tindastólsmenn fyrrum meistara Vals í hreinum úrslitaleik í Reykjavík og eru því Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Í morgun vaknaði Axel því í fyrsta sinn sem Íslandsmeistari. „Þetta er svakalega góð tilfinning, dásamlegt að Tindastóll sé kominn í þennan hóp,“ segir kappinn í spjalli við Feyki.
Meira

Vaknaði með bikarnum í morgun

„Maður er kannski svolítið enn að reyna að átta sig bara á þessu. Ég var svo heppinn að geyma bikarinn hjá mér þannig að það var góð tilfinning að opna augun og það fyrsta sem maður sá var Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, herra Skagafjörður, þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig væri að vakna sem Íslandsmeistari.
Meira

LIÐ TINDASTÓLS ÍSLANDSMEISTARI :: Uppfærð frásögn

Var einhver að vonast eftir spennu? Kannski dramatík? Það var allur pakkinn á Hlíðarenda í kvöld þegar Stólarnir sóttu fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins, lentu undir, voru undir lengi, komu til baka en voru fimm stigum undir þegar ein og hálf mínúta var eftir. Og svo bara rættust allar óskir Tindastólsmanna, allir voru bænheyrðir og í leikslok mátti heyra flugelda springa á Króknum – eða var það ekki annars? Það var Keyshawn Woods sem reyndist svo svellkaldur á vítalínunni í lokin að það var óraunverulegt. Hann kom Stólunum stigi yfir þegar rúmar fjórar sekúndur voru eftir, hafði fengið þrjú vitaskot og setti þau öll niður eins og að drekka vatn. Það síðasta með fallegasta skoppi körfuboltasögunnar. Lokatölur 81-82 og fagnaðarlátum gestaliðsins á Hlíðarenda ætlaði aldrei að linna. Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær!
Meira

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í Miðgarði 19. maí

Stórasti leikurinn er í kvöld! Valur og Tindastóll mætast í Origo-höllinni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það seldist að venju upp á leikinn á mettíma og útlit fyrir ógnarstemningu. En hvað sem gerist í kvöld þá er í það minnsta ljóst að uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður annað kvöld, föstudaginn 19. maí, í Miðgarði í Varmahlíð. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn.
Meira

Eldur blossaði upp í etanóltækjum samlagsins - „Sprengihætta á svæðinu óveruleg,“ segir slökkviliðsstjóri

Eldur kom upp í eimingarturni mjólkursamlagsins á Sauðárkróki sl. laugardag þegar verið var að keyra prufueimingu niður. Magnús F. Jónsson, forstöðumaður samlagsins, segist lítið geta sagt til um atvikið annað en það að svo virðist sem eldurinn hafi kviknaði út frá rafmagni.
Meira

KSÍ hvetur fólk til að sýna stillingu í garð dómara

Borið hefur á slæmri umræðu í garð knattspyrnudómara það sem af er liðið tímabili í íslenska boltanum. Umræðan hefur nú gengið svo langt að á dögunum sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu þar sem athygli er vakin á því að á síðustu vikum hafi tveimur dómurum á vegum sambandsins verið hótað lífláti.
Meira

Atvinnulífssýningin um helgina

Atvinnulífssýningin verður sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 20. maí kl. 11. Sýningin stendur yfir laugardag og sunnudag og verður opin frá kl. 10-17 á laugardag og 10-16 á sunnudag.
Meira

Dómarinn bað Donna afsökunar eftir 3-1 tap Tindastóls

Tindastóll gerði sér ferð á suðurlandið í gær þegar þær sóttu lið Selfoss heim í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.
Meira

Fuglaflensa finnst á Íslandi – Dauðir fuglar við Sauðárkrók

Í vikunni hefur borið á fjölda dauðra fugla af andartegund í fjörunni á Sauðárkróki og segir í tilkynningu frá MAST að vert sé að hafa leiðbeiningar Matvælastofnunar í huga í umgengni við slík hræ. Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd sem fannst í lok mars í húsagarði í Garðabæ.
Meira