Fuglaflensa finnst á Íslandi – Dauðir fuglar við Sauðárkrók

Dauður fugl í fjörunni við Sauðákrók. Mynd: PF.
Dauður fugl í fjörunni við Sauðákrók. Mynd: PF.

Í vikunni hefur borið á fjölda dauðra fugla af andartegund í fjörunni á Sauðárkróki og segir í tilkynningu frá MAST að vert sé að hafa leiðbeiningar Matvælastofnunar í huga í umgengni við slík hræ. Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd sem fannst í lok mars í húsagarði í Garðabæ.

Matvælastofnun telur að fuglaflensa hafi líklega ekki viðhaldist í íslenskum staðfuglum í vetur en fyrsta greining á skæðri fuglaflensu í ár á Íslandi fannst í stokkönd í lok mars í húsagarði í Garðabæ. Hætta á smiti frá villtum fuglum í alifugla er álitin vera töluverð og því mikilvægt að allir sem halda alifugla gæti ýtrustu smitvarna.

Matvælastofnun hefur borist fjöldi tilkynninga um veikar og dauðar ritur undanfarið, eina dauða grágæs vestast á Seltjarnarnesi og bárust tilkynningar sama dag einnig um fjölda veikra og dauðra rita í Keflavík. Síðan þá hafa daglega borist tilkynningar um fjölda dauðra rita við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og á stærra svæði vestanvert á Reykjanesi.

Matvælastofnun biður almenning áfram um að upplýsa stofnunina um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Frá þeim svæðum þar sem áberandi dauði er í ritum er æskilegt að fá tilkynningu ef aðrar tegundir en ritur finnast, svo hægt sé að taka frekari sýni og til að kanna útbreiðslu dauða í mismunandi fuglategundum.

Grunsamleg veikindi eða óeðlileg aukin dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi skal tilkynna án tafar til Matvælastofnunar. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is., sjá nánar HÉR

Meðfylgjandi myndband var tekið í fjörunni við Sauðárkrók  þann 11. maí sl.

Það er svolítið af dauðum fugli í fjörunni.

Posted by Páll Friðriksson on Miðvikudagur, 17. maí 2023

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir