Skagafjörður

Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BRSB að fara með málið fyrir dómstóla

BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitafélaganna.
Meira

Opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það verður hrært í góða veislu á Blönduósi á morgun þegar heimamenn fagna opnun Hótel Blönduóss eftir fegrunaraðgerðir og allsherjar uppstrílun. Opnunarteiti verður frá kl. 14 til 17 þar sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mætir í hátíðarskapi og Hugrún Sif og Tríó Halla Guðmunds koma fram. Að sjálfsögðu verða veitingar í boði og að auki býðst fólki að skoða Krúttið, hótelið, kirkjuna og Helgafellið.
Meira

Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út

„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira

Vill skoða aðrar leiðir til að minnka umfang urðunar í Stekkjarvík

Húnahornið greinir frá því að sveitarstjórn Húnabyggðar sé óánægð með að áform um stækkun urðunarsvæðis í Stekkjarvík komi ekki formlega inn á hennar borð áður en stjórn Norðurár samþykkir framkvæmdina endanlega. Þá setur sveitarstjórnin spurningarmerki við að ekki þurfi sérstakt framkvæmdaleyfi frá henni enda áformaðar framkvæmdir umfangsmiklar.
Meira

Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna

Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (Rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin.
Meira

Opið hús á Hvanneyri

Laugardaginn næsta, 13. maí, verður opið hús á Hvanneyri milli klukkan 13 og 15 þar sem hægt verður að kynna sér allar námsleiðir til hlítar. Aðalbygging skólans verður opin og hægt verður að spjalla við starfsfólk og nemendur og fá nánari upplýsingar um námið og lífið í LBHÍ.
Meira

Byggjum upp Kjalveg – Leiðari Feykis

Átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd en með heilsársvegi væri mögulegt að stytta til muna leiðina landshorna á milli og auðvelda þannig ferðir á milli Suður- og Norðurlands og opna fyrir möguleika á þróun nýrra ferðamannaleiða.
Meira

Stólunum spáð fjórða sætinu í 4. deild

Knattspyrnutæknar í 4. deildinni hefja leik í kvöld en lið Tindastóls á heimaleik á laugardag þegar Uppsveitir mæta í heimasókn. ÍBU Uppsveitir á ættir að rekja til Árnessýslu en liðið var sett á laggirnar haustið 2019. Liðunum var spáð svipuðu gengi í spá þjálfara deildarinnar á Fótbolti.net og má því búast við hörkuleik. Leikurinn hefst kl. 15:00 og er spáð skaplegu veðri.
Meira

Ferðamaður slasaðist eftir fall við Hvítserk

Í gærkvöldi voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Húnavatnssýslum og Skagafirði boðaðar út vegna ferðamanns sem féll niður bratta brekku við Hvítserk, við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Selfoss í Mjólkinni

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fyrr í vikunni. Það voru þær Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Ásta B. Gunnlaugadóttir sem höfðu veg og vanda að því að draga rétt og það tókst með ágætum því lið Tindastóls fékk heimaleik. Andstæðingurinn reyndar annað lið úr Bestu deildinni en Stólastúlkur taka á móti liði Selfoss laugardaginn 28. maí á Sauðárkróksvelli. Þá dróst lið Fram, sem Óskar Smári þjálfar, gegn liði Breiðabliks.
Meira