Söfnun fyrir Snorra bakara lýkur í dag með hamborgaraveislu á Wok
Líkt og mörgum er enn í fersku minni, varð Snorri Stefánsson bakari og eigandi Sauðárkróksbakarí fyrir því áfalli fyrir stuttu að keyrt var inn í bakaríið hans aðfararnótt 14. maí. Snorri hafði þá nýverið keypt bakaríið.
Í framhaldi af því hóf Hrafnhildur Viðarsdóttir, eigandi naglasnyrtistofunnar Game of Nails, söfnun fyrir hann sem stendur nú í 873.000 kr. Á morgun hyggst hún fara í bankann og leysa út peninginn og afhenda Snorra.
Það er ennþá hægt að leggja málefninu lið og hvetur Feykir alla til að leggja í púkkið.
Reikningsnúmer
0133-15-003660
Kennitala
470102-4970
Hamborgarar á Hard Wok Cafe til styrktar Sauðárkróksbakarí
Árni á Hard Wok lætur sitt ekki eftir liggja þegar kemur að því að styðja við góð málefni, frekar en fyrri daginn. Í dag, mánudaginn 22. maí, verður hægt að kaupa hamborgara með frönskum og kokteilsósu á 2500 kr. og mun öll salan renna í söfnunina.
Einnig verður hægt að kaupa gjafabréf upp á 5000 kr. í Sauðárkróksbakarí.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.