Nemendur Árskóla styrkja Utanfararsjóð sjúkra í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
08.06.2023
kl. 14.21
Á afmælishátíð Árskóla sem fram fór 16. maí sl. söfnuðust 413.013 kr. með vöfflu- og pylsu, loppumarkaði og bóksölu.
Ákveðið var á fundi með fulltrúum nemenda að allur afrakstur söfnunarinnar skyldi renna til góðgerðamála og varð Utanfararsjóður sjúkra í Skagafirði fyrir valinu.
Á skólaslitum 9. og 10. bekkjar afhentu formenn nemendaráðsins, Hulda Þórey Halldórsdóttir og Markús Máni Gröndal, Erni Ragnarssyni upphæðina, en hann er formaður sjóðsins.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.