Römpum upp Ísland komið í Skagafjörð
feykir.is
Skagafjörður
07.06.2023
kl. 11.34
Römpum upp Ísland er komið í Skagafjörð og áætlað er að byggja átta rampa þar í þessari atrennu.
Á vefsíðu verkefnisins kemur fram að tilgangurinn sé að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Haraldur Þorleifsson, fyrrum stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.
Þeir staðir sem verða rampaðir upp á næstu dögum í Skagafirði eru:
- Arion Banki
- Blóma- og gjafabúðin
- Eden – snyrti- og fótaðgerðarstofa
- Eftirlæti – snyrtistofa og verslun
- Hársnyrtistofan Capello
- Hjá Ernu – hársnyrtistofa
- Táin og Strata – nudd-, fótaaðgerða- og snyrtistofa.
- Íbúðir aldraðra á Hofsósi
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.