Skagafjörður

Kynslóðaskipti á vélum og mönnum : Rætt við Pál Sighvatsson

Það eru framundan kynslóðaskipti við stjórnvölin á Vélaverkstæði KS þegar Páll Sighvatsson lætur af störfum eftir 35 ára starf. Hann segir sjálfur að „...þetta sé eins og með vélarnar, maður úreldist.“ Það vill einmitt svo skemmtilega til að um miðjan desember á síðasta ári tóku starfsmenn Vélaverkstæðis KS í notkun nýja fræsivél.
Meira

Áfram spáð fólksfækkun á Norðurlandi vestra | Mannfjöldaspá Byggðastofnunar

„Ekki er um eina niðurstöðu að ræða fyrir landsbyggðirnar enda um að ræða fjölbreytt og ólík svæði. Ef horft er á meðaltal mann-fjöldaspár Byggðastofnunar fyrir landshluta utan höfuðborgarsvæðisins er fjölgun nánast út spátímabilið fyrir Suðurland og Suðurnes. Á Vesturlandi, Austurlandi og Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir fjölgun fram undir 2040 og síðan fækkun en fyrir Vestfirði og Norðurland vestra gerir spáin ráð fyrir fólksfækkun nánast allt spátímabilið,“ segir Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði hjá Byggðastofnun, þegar Feykir spyr hann út í mannfjöldaspá Byggðastofnunar sem verður að teljast nokkuð nöturleg og þá ekki hvað síst fyrir Norðurland vestra.
Meira

Gáfu HSN raförvunartæki í tilefni af 30 ára afmæli K-Taks

Ljóst er að margar stofnanir væru fátækar af tækjabúnaði ef ekki væri fyrir velvild félagasamtaka, einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að tækjakaupum. Á dögunum mætti Knútur Aadnegard í sjúkraþjálfun HSN á Sauðárkróki með höfðinglega gjöf frá fyrirtæki sínu K-Tak í tilefni 30 ára afmæli þess.
Meira

„Veturinn verið einstaklega hliðhollur okkur,“ segir Friðrik Þór

„Framkvæmdir ganga betur en bestu áætlanir gerðu ráð fyrir enda hefur veturinn verið einstaklega hliðhollur okkur til byggingarframkvæmda,“ sagði Friðrik Þór Ólafsson, einn af eigendum Friðriks Jónssonar ehf. byggingaverktaka, þegar Feykir forvitnaðist um framkvæmdir við nýbyggingu á Barnaskólareitnum við Ránargötu á Sauðárkróki. „Þar að auki eru strákarnir hjá okkur alveg grjótharðir að láta hlutina gerast hratt og mikið gerst frá því að framkvæmdir hófust 3. október. Eins og staðan er núna er búið að loka húsinu, koma hita á það og innanhúsframkvæmdir að hefjast,“ segir Friðrik hæstánægður.
Meira

„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn!“

Á síðasta ári urðu tveir leikmanna kvennaliðs Tindastóls fyrir því að elta leiðinlegasta tískufyrirbærið í fótboltanum; krossbandsslit. Fyrst var það Kristrún María Magnúsdóttir sem lenti í þessum óskunda á slitinni gervimottunni í Boganum á Akureyri og síðan lenti Bergljót Ásta Pétursdóttir í þessum hremmingum í Garðabænum um mitt síðasta sumar. Krossbandsslit eru með ólíkindum algeng í kvennaboltanum og óskaplega erfið meiðsli með langri endurhæfingu. Það þarf bein í nefinu til að ganga í gegnum þetta ferli.
Meira

Íbúðalóðir til úthlutnar á Hofsósi

Á heimasíðu Skagafjarðar eru auglýsir skipulagsnefnd lausar lóðir til úthlutunar á Hofsósi. Um eru að ræða einbýlishúsa,raðhúsa og parhúsalóðir. Lóðirnar eru auglýstar frá og með 24. janúar til og með 9. febrúar 2024. 
Meira

Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.
Meira

Ástandið í umdæminu almennt gott

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina

Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira