Skagafjörður

Vill sjá Tindastólsfólk fjölmenna á völlinn

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna krækti í sjöunda sætið í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli við Norðurlandsrisann Þór/KA á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að hala inn 19 stig í 18 leikjum sem er fimm stigum meira en í Pepsi Max deildinni fyrir tveimur árum. Feykir lagði nokkrar léttar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Donna Sigurðsson, því ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið – úrslitakeppni um að halda sæti í Bestu deild að ári hefst um næstu helgi.
Meira

Óvelkomnar og óþrifalegar

Landeigendur á Gránumóum eru orðnir langþreyttir á ágangi sauðfjár í kringum byggingar sínar í þéttbýli Sauðárkróks. Margir muna örugglega eftir því þegar sumarblómin á Kirkjutorginu á Sauðárkróki urðu veisluborð sauðkinda, eina síðsumarnótt í fyrra. Enn einu sinni eru þær mættar í bæinn.
Meira

Áhafnir Freyju og TF-EIR höfðu verk að vinna í Málmey

Þau eru mörg og mismunandi verkefnin sem Landhelgisgæslan kemur að. Á vef Gæslunnar er sagt frá því að fimmtudaginn 17. ágúst var farið í vitann í Málmey á Skagafirði en það er eitt af árlegum verkefnum LHG að sinna viðhaldi á vitum víða um land. Að þessu sinni þurfti m.a. að flytja tvo þunga rafgeyma yfir í Málmey úr varðskipinu Freyju og var því nauðsynlegt að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, til hjálpar.
Meira

FISK Seafood með fjórða mesta kvótann

Nýtt fiskveiðiár hefst nú í vikulokin eða þann 1. september og í tilkynningu frá Fiskistofu segir að 360 skipum í eigu 282 aðila hafi verið úthlutað kvóta. Þau fimm fyrirtæki sem fá úthlutað mestum kvóta fá hátt í 36% kvótans eða ríflega þriðjungshlut. Í þeim hópi er FISK Seafood sem fær úthlutað fjórða mesta kvótanum eða 6,14%.
Meira

Fjár- og stóðréttir á Norðurlandi vestra haustið 2023

Haustið er á næsta leiti með sínar fjár-og stóðréttir og verða fyrstu réttir núna um helgina. Þá verða fjárréttir í Hvammsrétt í Langadal og Rugludalsrétt í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu en ekki hefur Feykir upplýsingar um réttir í Skagafirði nú um helgina. Fyrstu stóðréttir verða í Miðfjarðarrétt í Vestur-Húnavatnssýslu sunnudaginn 10. september.
Meira

Haustboðinn ljúfi

Það er eitt og annað þessi dægrin sem boðar komu haustsins. Ekki nóg með að göngur og réttir séu á næsta leiti og laufin á trjánum mega fara að passa sig á  haustlægðunum. Þá hefur verið vakin athygli á því inni á vefsíðu Sveitarfélagssins Skagafjarðar, að vetraropnanir hafa tekið gildi í sundlaugum Skagafjarðar að undanskilinni sundlauginni á Hofsósi en þar er sérstakur opnunartími í september og tekur vetraropnunartími þar gildi 30. september.
Meira

Gjaldskrá Matvælastofnunar hækkar ekki

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að hún hyggðist ekki hækka gjaldskrá Matvælastofnunnar að svo stöddu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að taka ákvarðanir sem leitt gætu til hærra matvælaverðs.
Meira

Hvaða íþrótt ætlar þú að æfa í vetur?

Vetrarstarf Tindastóls hófst í dag, mánudaginn 28. ágúst. Tindastóll býður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu allir að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa íþróttir hjá öllum deildum dagana 28. ágúst til 1. september.
Meira

Stjórn Byggðastofnunar fundar á Skagaströnd

Það er hefð fyrir því að stjórnarfundir Byggðastofnunar séu haldnir víða á landsbyggðunum og verður næsti fundur á morgun, þriðjudaginn 29.ágúst, haldinn á Skagaströnd. Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar segir mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að hafa möguleika á að kynna sér helstu áherslur í viðkomandi byggðalagi sem heimsótt er, kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana en einnig að kynna hvernig hægt sé að nýta hin ýmsu verkfæri sem Byggðastofnun hafi yfir ráða, þar sem það á við.
Meira

Deildarmeistarar í flokki 12 ára og yngri

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi í fyrsta skipti drengjasveit á Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri en mótið fór fram dagana 25.-27. ágúst og var leikið á þremur keppnisvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.
Meira