Skagafjörður

Magnús Freyr í loftslagsmálin hjá Byggðastofnun

Magnús Freyr Sigurkarlsson jarðfræðingur hefur verið ráðinn í tímabundna stöðu sérfræðings á sviði loftslagsmála á þróunarsviði Byggðastofnunar en alls sóttu 17 um stöðuna. Magnús Freyr er með BSc og MSc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands þar sem megin viðfangsefnin voru mælingar og kortlagningar á framhlaupsjöklum. Magnús starfaði áður sem náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland og sem sérfræðingur Umhverfisstofnunar með yfirumsjón yfir náttúruverndarsvæðum á Suðurlandi.
Meira

Aðstoðarþjálfari og styrktarþjálfarar klárir í slaginn

Í tilkynningu á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að framlengdir hafa verið samningar við þá Svavar Atla Birgisson, aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, og Ísak Óla Traustason, styrktarþjálfara meistaraflokks karla. Daníel Þorsteinsson er aftur á móti nýr í brúnni en hann hefur verið ráðinn styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna og Körfuboltaakademínu FNV.
Meira

Helgistund í Sjávarborgarkirkju

Sunnudaginn 10. september kl. 14 verður helgistund í Sjávarborgarkirkju í Skagafirði en 40 ár eru liðin síðan kirkjan var endurvígð. Félagar úr kirkjukór Sauðárkrókskirkju leiða sálmasöng og Rögnvaldur Valbergsson organisti spilar undir á harmoniku. Kaffisopi og kleinur eftir stundina. Séra Sigríður Gunnarsdóttir býður alla velkomna. 
Meira

Dýrmætum gripum slátrað í Miðfirði

„Niðurstöður arfgerðarsýna úr fjárstofninum á bænum Bergsstöðum í Miðfirði sýna að mörgum dýrmætum gripum var slátrað og niðurstöðurnar því mikið áfall fyrir bændur,“ segir í frétt sem birt var á vef Bændablaðsins í gær. Í apríl kom upp riða í Miðfirði á bænum Bergsstöðum og í kjölfarið var öllu fé lógað þar, sem og á bænum Syðri-Urriðaá, að skipan Matvælastofnunar. 
Meira

Mjög alvarlegt umferðarslys sunnan Blönduóss

Mbl.is greinir frá því að þyrla land­helg­is­gæsl­unn­ar og all­ir til­tæk­ir viðbragðsaðilar hafi verið kallaðir út upp úr klukk­an fimm í morg­un þegar til­kynnt var um mjög al­var­legt um­ferðarslys á þjóðveg­in­um rétt sunn­an við Blönduós en rúta með á þriðja tug farþega hafði farið út af veginum. Í frétt frá því skömmu fyrir sjö í morgun er sagt að þyrlan hafi flutt þrjá slasaða farþega suður.
Meira

Stór gangna- og réttahelgi framundan

Það er útlit fyrir kalda og blauta smala- og réttahelgi hjá okkur hér á Noðurlandi vestra, um helgina. Þegar litið er yfir gangnaseðla í fjórðungnum má sjá að mjög margir hafa verið við smölun síðustu daga eða eru í þann mund að reima á sig gangnaskóna. Það eru flestir dagar helgarinnar undir en nær þó aðeins fram yfir þessa helgina því ekki er réttað fyrr en á mánudag í Silfrastaðarétt í Blönduhlíð í Skagafirði.
Meira

Þarf ekki stór­ar töl­ur til að valda óbæt­an­legu tjóni á villtu stofn­un­um

Feykir sagði frá því í vikubyrjun að tveir ætlaðir eldislaxar hafi verið háfaðir upp úr laxastiga við Blöndu um liðna helgi. Mbl.is greindi síðan frá því í gær að níu grunsamlegir laxar til viðbótar hafi nú bæst í hópinn og laxarnir því orðnir ellefu sem Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri Hafrannsóknarstofnunar, kippti með sér suður til rannsóknar nú í vikunni.
Meira

Göngum í skólann

Verkefnið Göngum í skólann hófst í gærmorgun þegar það var sett í sautjánda sinn en að þessu sinni fór setningin fram Helgafellsskóla í Mosfellsbæ. Verkefninu lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum www.iwalktoschool.org miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Meira

Tvíburamet í Árskóla

Nú eru skólar byrjaðir og börn sem fædd eru árið 2017 hófu skólagöngu sína í haust á landinu öllu. Í Árskóla stigu 44 börn sín fyrstu skref í grunnskóla og er það eitt og sér kannski ekki í frásögur færandi en það sem er skemmtilegast frá að segja er að í þessum árgangi í skólanum eru fimm tvíburapör.
Meira

Afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem sigldu frá Sauðárkróki

Föstudaginn 8. september munu sjálfboðaliðar Icelandic Roots, auk félaga frá Norður-Ameríku, standa fyrir opinberri athöfn við Sauðárkrókskirkjugarð sem felst í afhjúpun minnisplatta um Vesturfara sem fóru til Bandaríkjanna og Kanada rétt eftir aldarmótin 1900 frá Sauðárkrókshöfn. Athöfnin hefst kl. 14:00.
Meira