Skagafjörður

„Hefði ekki getað hugsað mér betra sumarfrí“

„Það voru rúmlega þúsund skráðir þátttakendur og það má áætla að það hafi verið um 6000 manns á svæðinu um [verslunarmanna]helgina,“ segir Pálína Ósk Hraundal, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarhelgina, en mótið tókst með eindæmum vel og spiluðu margir þættir þar inn.
Meira

Stólarnir höfðu yfirburði gegn Hlíðarendapiltum

Lið Tindastóls tók á móti Hlíðarendapiltum í kvöld á Sauðárkróksvelli í 15. umferð 4. deildar. Stólarnir voru í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig fyrir leik en lið KH í sjötta sæti með 20 stig. Ekki var það að sjá á spilamennsku liðanna að þau væru á svipuðum slóðum í deildinni því yfirburðir Tindastóls voru talsverðir og úrslit leiksins, 4-0, fyllilega verðskulduð.
Meira

Helga Rós lætur af störfum sem kórstjóri Skagfirska kammerkórsins: „Framtíð kórsins er björt“

Á nýafstaðinni Hólahátíð stjórnaði Helga Rós Indriðadóttir Skagfirska kammerkórnum í síðasta sinni. Hún hefur verið kórstjóri kórsins frá árin 2013 en lætur nú staðar numið.
Meira

„Sumum finnst við agaleg þjóð að borða þessi krútt“

Á Hofsósi er snotur veitingastaður sem kallast Retro Mathús og stendur í Plássinu – nú eða Kvosinni eða niðri í Stað, svona eftir því hvaða Hofsósingur er spurður. Rétt hjá rennur Hofsáin til sjávar og í þessu lognríka umhverfi myndast oft hitapottur yfir sumarið. Það eru Magnús Eyjólfsson og Guðrún Sonja Birgisdóttir sem eiga og reka Retro Mathús en þar eru um tíu starfsmenn yfir háannatímann og þjónustan hressileg og lipur.
Meira

Framtíð Söguseturs íslenska hestsins í mótun

Unnin hefur verið stefnumörkunarskýrsla Sögusetursins og er næsta skref að ráða verkefnastjóra til að framfylgja þeirri skýrslu, leiða verkefnið og halda áfram frekari vinnu.
Meira

Ríflega 700 nemendur skráðir í FNV á haustönn

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur miðvikudaginn 23. ágúst kl. 8:00. Nýnemar úr grunnskóla mæta hins vegar til leiks þriðjudaginn 22. ágúst. Ríflega 700 nemendur eru skráðir í skólann ýmist í dagskóla eða fjarnám. Aðsókn nemenda utan Norðurlands vestra hefur aukist til muna og er heimavistin troðfull en þar munu 89 nemendur búa á haustönn.
Meira

Opinn samráðsfundur í dag um málefni fatlaðs fólks

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, verður með opinn samráðsfund á Sauðárkróki um málefni fatlaðs fólks í dag, föstudaginn 18. ágúst, á Gránu Bistro kl. 17:00. 
Meira

Hvítur himbrimi í höfninni á Króknum

Fyrr í dag birti Viggó Jónsson myndir af sérkennilegum fugli á sundi í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Birti hann myndirnar á Facebook og eru menn sammála um að þarna sé hvítur himbrimi og hefur fuglinn víst sést áður og annarsstaðar í Skagafirði.
Meira

Leiðbeiningar um losun garðaúrgangs á Króknum

Á vefsíðu Skagafjarðar er greint frá því að breytingar hafa orðið á því hvar íbúar geta losað garðaúrgang á Króknum.
Meira

Stórhátíð á Stórhóli á sunnudaginn

„Beint frá býli“ dagurinn er á sunnudaginn nk. og verður blásið til stórhátíðar fráá Stórhóli í Lýtingsstaðahrepp frá kl. 13 til 17 í tilefni af 15 ára afmæli „Beint frá býli“ verkefnisins.
Meira