Skagafjörður

Miðar á Laufskálaréttarballið komnir í sölu

Það styttist í Laufskálaréttarhelgina, en það eru þeir Siggi Doddi, Adam Smári og Viggó Jónsson sem eru mennirnir á bak við stóra Laufskálaréttarballið sem haldið verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum laugardaginn 30. september næstkomandi.
Meira

Frændgarður fær andlitslyftingu

Frændgarður sem er eitt af þremur húsum Vesturfarasetursins á Hofsósi fékk á dögunum andlitslyftingu. Málningavinnan tók ótrúlega stuttan tíma en að sögn Guðrúnar Þorvaldsdóttur hjá Versturfarasetrinu var húsið sprautað. Snillingarnir sem unnu verkið voru þeir Erling Sigurðsson málari og Fjólmundur Traustason, sem stjórnaði bíllnum, en mikið af verkinu var unnið úr körfu á vörubíl því þökin eru mjög brött.
Meira

Engin vonbrigði varðandi viðhorf og viðleitni strákanna

Lið Tindastóls spilaði síðasta leik sinn í 4. deildinni þetta sumarið s. fimmtudag en þá heimsóttu strákarnir lið KÁ á Ásvelli í Hafnarfirði. Ljóst var fyrir leikinn að Stólarnir myndu enda keppni í fjórða sæti hvernig svo sem leikir síðustu umferðar færu. Heimamenn komust yfir strax í byrjun og enduðu á að vinna leikinn 4-2.
Meira

Menntun má kosta!

Sameiningarhugmyndir framhaldsskólanna MA og VMA sem mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, áformar eru fráleitar að okkar mati, þó er hvorug okkar stúdent frá öðrum hvorum skólanum. Fyrir utan hróplegar þversagnir í skýrslu PwC, sem mörg hafa fjallað um og litlu er við að bæta, er skoðun okkar faglegs eðlis og byggir á þörfum fjölbreytts nemendahóps og ólíkra ungmenna á landsbyggðinni... - segir m.a. í innsendri grein Álfhildar Leifsdóttur og Hólmfríðar Árnadóttur.
Meira

Þrír eldislaxar hafa fundist í Húseyjarkvíslinni

Feykir sagði frá því skömmu fyrir helgi að enn hefði ekki fundist eldislax í Staðará og Húseyjarkvísl í Skagafirði en vitað var til þess að einn eldislax hefði fundist í Hjaltadalsá. Nú er komin önnur vika og samkvæmt upplýsingum Valgarðs Ragnarssonar, sem er æðstráðandi í Kvíslinni, þá hafa þrír eldislaxar nú fundist í Húseyjarkvislinni.
Meira

Stólastúlkur stigi frá að tryggja sætið í Bestu deildinni

Tindastóll sótti lið Selfoss heim í annarri umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar í dag. Á sama tíma áttust við lið ÍBV og Keflavíkur í Eyjum en fyrir umferðina stóð lið ÍBV best að vígi, þá kom lið Tindastóls og loks lið Keflavíkur. Selfossliðið var hins vegar þegar fallið en gaf ekkert eftir gegn Stólastúlkum sem reyndust þó sterkari á endanum og unnu leikinn 1-2.
Meira

Íbúafundur um hönnun á bættu aðgengi í Staðarbjargavík

Hönnunarferli vegna aðgengis fyrir ferðamenn í Staðarbjargavík á Hofsósi stendur nú fyrir dyrum en í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða hlaut Skagafjörður styrk fyrir hönnun á bættu aðgengi á svæðinu. Sveitarfélagið boðar því til fundar í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi þriðjudaginn 12. september og hefst fundurinn kl 17:00.
Meira

Eldislaxinn rakinn til Patreksfjarðar

Í frétt á Húnahorninu segir að rekja megi eldislaxa sem veiðst hafa m.a. í Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá til sex hænga sem notaðir voru til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæðis Arctic Sea Farm við Kvígindisdal í Patreksfirði haustið 2021. Tveir af þessum sex hængum voru einnig notaðir til framleiðslu á seiðum sem sett voru út á eldissvæði Arnarlax við Tjaldanes í Arnarfirði haustið 2021.
Meira

Fann taktinn þegar leið á kvöldið

„Mér fannst ganga vel, ég var að skora vel og leið vel með hvernig ég var að spila,“ segir Arnar Geir Hjartarson, pílukastari frá Pílukastfélagi Skagafjarðar, þegar Feykir spyr hvernig honum hafi fundist ganga hjá sér í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í pílu en hann var mættur í Bullseye sl. miðvikudagskvöld. „Ég var nokkuð stöðugur í gegnum alla leikina og náði að spila betur þegar á reyndi á móti sterkari andstæðing. Útskotin gengu ekki alveg nógu vel í byrjun, smá stress og spenna, en svo fann ég taktinn þegar leið á kvöldið,“ sagði kappinn.
Meira

Atli Víðir og Ingvi Þór píluðu til sigurs

Fyrst pílumótið eftir sumarfrí fór fram í gærkvöldi hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar. Spilaður var svokallaður tvímenningur en tíu lið mættu til leiks. Fram kemur í færslu á Facebook-síður félagins að kvöldið hafi verið virkilega skemmtilegt og mikil stemning. Það voru þeir Atli Víðir og Ingvi Þór Óskarsson sem fóru með sigur af hólmi en þeir lögðu feðgana Einar Gíslason og Hlyn Frey Einarsson í úrslitaleik
Meira