Skagafjörður

Ágætu Skagfirðingar

Þið sem eitthvað þekkið til mín vitið eflaust að mér eru málefni fatlaðra svolítið hugleikin, ekki síst aðgengismál. Ég hef svo sem reynt það á eigin skinni hvað lítið þrep getur verið mikil hindrun fyrir manneskju með göngugrind sem á erfitt með að lyfta fótunum. Í mörgum tilfellum er svo einfalt að sleppa tröppum og hafa þetta bara hallandi. Vissulega höfum við unnið mikið í því að bæta aðgengi og erum enn að. Ég vitna stundum í hana Önnu Pálínu Þórðardóttur þegar rætt er um málefni fatlaðra. Hún komst ekki á bókasafnið fyrr en um sjötugt þegar farið var að bera hana á milli hæða. Mikið sem hún var glöð þegar lyftan kom í Safnahúsið. Hún var fædd árið 1935 og á þeim tíma áttu fatlaðir einstaklingar helst ekki að vera sýnilegir. Síðan þá hefur sem betur fer margt breyst.
Meira

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum

Á vef SSNV segir frá að List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Starfandi listafólk, stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024. Valnefnd fer yfir umsóknir. List fyrir alla hefur samtal við þau verkefni sem valnefnd velur. Í framhaldi af því verður útbúinn samningur um greiðsluþætti sem List fyrir alla sér um, svo sem ferðakostnað, laun og uppihald.
Meira

1-1-2 dagurinn haldinn hátíðlegur um sl. helgi

Á Norðurlandi vestra var 1-1-2 dagurinn, sem var sunnudaginn 11. febrúar, haldinn hátíðlegur á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Opnunartíminn hjá Skíðasvæði Tindastóls í vetrarfríinu

Skíðasvæði Tindastóls áætlar að hafa opið allt vetrarfríið og því um að gera að kíkja á skíði með krakkana. Tala nú ekki um ef þið hafið aldrei farið því hægt er að leigja allan búnað á staðnum, bæði snjóbretti og skíði. Opnunartíminn verður þannig að 15.-16. febrúar er opið frá 12-19, helgina 17.-18. febrúar er opið frá 11-16, vikuna 19.-23. febrúar er opið frá 12-19 og svo helgina 24.-25. febrúar er opið frá 11-16.
Meira

Sveiflukóngurinn 80 ára

Geirmundur Valtýsson er landsmönnum góðu kunnur eftir að hafa skemmt Íslendingum í áratugi. Í tilefni 80 ára afmælis hans 13. apríl næstkomandi ætlar úrval hljóðfæraleikara og söngvara að flytja öll hans vinsælustu lög í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl , honum til heiðurs.
Meira

Fjölskyldufjör í Glaumbæ

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir skemmtilega dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra í vetrarfríinu fimmtudaginn 15. febrúar, frá kl. 12-16.
Meira

Helgistund í Hóladómkirkju

Að kvöldi sprengidags, þriðjudaginn 13.febrúar kl: 20:00 verður helgistund í Hóladómkirkju. Séra Halla Rut Stefánsdóttir messar, kirkjukórinn leiðir sönginn og organisti verður Jóhann Bjarnason. 
Meira

Skagfirðingar aftur í sund

Eftir hörkufrosta-kafla opnuðu sundlaugarnar á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð á ný í dag mánudaginn 12. febrúar, samkvæmt opnunartíma, en eins og tilkynnt var á dögunum þurfti að loka laugunum vegna skorts á heitu vatni.
Meira

Álagningarseðill fasteignargjalda

Á dögunum gaf sveitarfélagið út álagningarseðla vegna fasteignagjalda árið 2024. Í ljósi þess og þeirrar umræðu sem við höfum orðið vör við í kjölfarið langar mig að setja nokkur orð á blað um tilurð þessara gjalda og stöðu sveitarfélagsins gagnvart þeim.
Meira

Sundlaug Sauðárkróks opnar aftur í fyrramálið

Á Facebook-síðunni Sundlaug Sauðárkróks segir ,,Byrjað er að hita upp pottana og laugina. Opnum kl. 6:50 í fyrramálið, 12. febrúar." Það er því um að gera að gera sér ferð í sundlaugina á morgun eftir nokkurra daga lokun.
Meira