Hurðaskellir, gluggagægjar, heitar gellur og graðnaglar :: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Nei ráðherra
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar, Listir og menning, Mannlíf
28.04.2022
kl. 08.13
Undirrituð skellti sér einu sinni sem oftar á leiksýningu nú í upphafi Sæluviku, enda áhugamanneskja um slíkar sýningar. Það liggur í loftinu að fólk er orðið menningarþyrst eftir svelti í þeim efnum um tveggja ára skeið, sem skilaði sér bæði í leikgleði og viðbrögðum áhorfenda. Á sviðið voru mættar sögupersónur í sköpunarverki Ray Cooney, sem ku vera konungur farsanna. Hurðafarsi sem stendur sannarlega undir nafni, því það er ekki nóg með að hurðum sé skellt heldur gluggum líka. Efnið er, eins og oftast í slíkum verkum, framhjáhald og misskilningur sem vindur upp á sig.
Meira