Rakel Sif varð norskur meistari í U16 körfubolta
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
03.05.2022
kl. 10.52
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir einhversstaðar. Nú á sunnudaginn varð lið Kjelsås norskur meistari í U16 körfubolta kvenna þegar liðið lagði Ulriken Eagles í æsispennandi úrslitaleik, 84-82. Liðin eru skipuð stúlkum sem er fæddar árið 2006 og ein þeirra sem hampaði bikarnum í leikslok var Rakel Sif Ómarsdóttir, dóttir Siglfirðingsins Báru Pálínu Oddsdóttur og körfuboltakappans og Króksarans Ómars Sigmarssonar sem er þjálfari liðsins.
Meira