Mannlíf

Hreindýr setja upp jólin – best skreytta hurðin valin

Hurðir á skólastofum í Grunnskóla Húnaþings vestra voru mjög hugvitssamlega skreyttar þegar haldin var jólaskreytingakeppni milli bekkja á uppbrotsdegi í skólanum nú nýlega. Sigurvegarinn reyndist vera Hreindýr setja upp jólin en mikill metnaður var lagður í skreytingarnar og sjá mátti margar bráðskemmtilegar útfærslur.
Meira

Doktorsvörn Herdísar í Danmörku

Íslendingar hafa löngum sótt sér sérhæfða framhaldmenntun út fyrir landssteinana og hefur Danmörk fóstrað margan stúdentinn á liðnum öldum, enda flestir sammála um að danska menntakerfið og umgjörð sú er nemendum stendur þar til boða sé til fyrirmyndar. Í tilfelli Herdísar Guðlaugar Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga var háskólanám í Óðinsvéum ekki erfið ákvörðun enda dönsk að hálfu, dóttir Merete Rabølle og Steins Rögnvaldssonar, en hún varði doktorsritgerð sína í líffræði við SDU eða Suður Danska Háskólann þann 12. nóvember síðastliðinn.
Meira

Sveinkar skottuðust um skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd

Það er bullandi vertíð hjá jólasveinunum eins og lög og reglur gera ráð fyrir á þessum árstíma. Þeir kappar mættu eldhressir á skrifstofur sveitarfélagsins á Skagaströnd í gærmorgun. „Þeir eru nú þekktir fyrir að vera hinir mestu ólátabelgir og skottuðust þeir hér um húsið og heilsuðu upp á verktakana sem að vinna hörðum höndum að endurbótum á Túnbrautinni,“ segir í frétt á vef Skagastrandar.
Meira

Opið hús í Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrr í haust var tekinn í notkun hluti nýrrar viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Að því tilefni verður opið hús í skólanum á morgun, þriðjudaginn 14. desember, frá kl. 16–18 og gefst íbúum og gestum tækifæri til að skoða nýbygginguna en í viðbyggingunni er mötuneyti, fjölnota salur, rými fyrir frístundir, skrifstofur skólastjórnenda og Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Feykir tók púlsinn örsnöggt hjá Sigurði Ágústssyni skólastjóra.
Meira

Nóg að sýsla í Grunnskólanum austan Vatna

Feykir hefur örlítið dundað við að heimsækja heimasíður grunnskólanna hér á Norðurlandi vestra upp á síðkastið og nú kíkjum við á fréttir úr Grunnskólanum austan Vatna sem starfræktur er á Hofsósi og Hólum. Síðust viku nóvembermánaðar var áhugasviðs- og dansvika í skólanum en þá voru allir nemendur saman komnir á Hofsósi þar sem þeir voru í viðfangsefnum sem þau höfðu valið sér sjálf.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Ólöf á Tannstaðabakka lætur ekki deigan síga

Stjórn Velferðarsjóðs Húnaþings vestra fékk góðan gest í heimsókn í morgun þegar Ólöf Ólafsdóttir á Tannstaðabakka mætti og færði sjóðnum kr. 700.000 að gjöf. Ólöf hefur unnið að gerð bútasaumsteppa undanfarin ár og hafa þau verið afar vinsæl bæði innan og utan héraðs.
Meira

Friðrik Halldór ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar

Friðrik Halldór Brynjólfsson hefur verið ráðinn fjármála- og skrifstofustjóri Blönduósbæjar, en starfið var auglýst til umsóknar í síðari hluta október. Alls sóttu tíu einstaklingar um stöðuna en eftir vandaða yfirferð og viðtöl þá var Friðrik Halldór metinn hæfastur af umsækjendum og hefur því verið ráðinn til starfa.
Meira

Lagt til að kosið verði um sameiningu 19. febrúar 2022

Á heimasíðunni Húnvetningur II – sameiningarviðræður Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps – kemur fram að það sé álit samstarfsnefndar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 19. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum.
Meira

Stefnt að rökkurgöngum í Glaumbæ helgina fyrir jól

Það er ljúft að leggja leið sína í Glaumbæ á aðventunni og hverfa einhverjar aldir aftur í tímann. Stemningin einstök í stilltu dimmbláu vetrarrökkrinu, stjörnurnar og ljósin á bæjunum blikandi í fjarska. Í JólaFeyki, sem kom út í lok nóvember tjáði, Berglind Þorsteinsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, lesendum að stefnt væri á að fara rökkurgöngur í gamla bænum – væntanlega dagana 17. og 18. desember – ef aðstæður í samfélaginu og sóttvarnarreglur leyfa. JólaFeykir spurði Berglindi líka aðeins út í jólahald hennar.
Meira