Mannlíf

Níutíu skagfirskir kylfingar fóru örugglega á kostum í Borgarnesi

Það voru örugglega ekki slegin mörg vindhögg í Borgarnesi um liðna helgi þegar skagfirska sveiflan var tekin til kostanna á Skagfirðingamóti – golfmóti burtfluttra Skagfirðinga, sem þar fór fram á Hamarsvellinum góðal. Níutíu keppendur nutu sín í sól og blíðu en auk þeirra fékk á annan tug innfluttra danskra golfara að taka þátt í þessu eðalmóti.
Meira

Kom ekki upp einu orði – segir Reynir Snær

„Ég var að útskrifast úr BA námi í músik við Liverpool Institute for Performing Art sem ég kláraði 2020. Heimsfaraldur gerði það að verkum að ekki var hægt að halda útskrift fyrr en núna í sumar. Skólinn nýtur styrkja frá McCartney,“ tjáði gítarséníið Reynir Snær Magnússon Feyki þegar forvitnast var um hvernig það kom til að hann greip í spaðann á aðal spaðanum í Liverpool, Paul McCarteny, en sjá mátti mynd af atvikinu á Facebook-síðu Reynis Snæs.
Meira

Þúsund manns í heimsókn með Azamara Pursuit

Það eru sviptingar við höfnina á Sauðárkróki í dag en á vef Skagafjarðarhafna segir að Lagarfoss hafi komið til hafnar klukkan fimm í nótt og spænt úr höfn þremur tímum síðar svo Azamara Pursuit kæmist í höfn klukkan tíu. Það er þriðja skemmtiferðaskipið sem heimsækir Sauðárkrók í sumar og það stærsta en með eru um 600 farþegar en í áhöfn eru 388.
Meira

„Vatnsnesvegur er bara ófær á löngum kafla“

Íbúar á Vatnsnesi hafa í langan tíma talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að vegaframkvæmdum á nesinu fallega. Fyrir Vatnsnes liggur 70 kílómetra malarvegur sem er markaður óteljandi holum og fólki hreinlega vorkunn að fara þar um. „Vegurinn er bara ófær á löngum kafla ef maður getur orðað það þannig. Bílarnir svosem skrölta þetta og fólk þarf að nota veginn til að komast frá A til B en hann er bara hræðilegur,“ hefur RÚV eftir Guðrúnu Ósk Steinþórsdóttur, grunnskólakennara, sem fer veginn daglega.
Meira

Króksmótið fer fram um helgina

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Króksmótið í knattspyrnu fari fram á Sauðárkróki um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem mótið fer fram en fresta þurfti Króksmóti 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að 92 lið frá 19 félögum taki þátt í mótinu og eflaust með jákvæðnina í fyrirrúmi því það er gaman á Króksmóti.
Meira

Jóhannes og Sunna krýnd Íslandsmeistarar í félagsvist á Félagsleikum Fljótamanna

Samkvæmt upplýsingum Feykis er skemmtileg helgi að baki í Fljótum en Félagsleikar Fljótamanna gengu vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið sérlega samstarfsfúsir og boðið upp á frekar lásí veðurpakka þessa verslunarmannahelgina.
Meira

Árskóli á Tenerife

Laugardaginn 4. júní lagði 94 manna hópur frá Árskóla/tónlistarskólanum í náms- og kynnisferð til Tenerife. í hópnum voru 66 starfsmenn, þrír starfsmenn FNV og 25 makar. Þessar ferðir eru fastur þáttur í starfsemi Árskóla sem varð til 1998 við sameiningu Barna- og Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki. Þá var strax sett á stefnuskrána að nýta endurmenntunarsjóði stéttarfélaganna til þess að kynnast öðrum skólum bæði innanlands og erlendis.
Meira

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar afhent í fyrsta sinn

Á Húnavöku afhenti umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun nýja sveitarfélagsins í fyrsta sinn en verðlaunineru veitt einstaklingum fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Meira

Íslandsmeistarinn í götubita á Króknum í dag

Nýkrýndur Íslandsmeistari í Götubita fólksins 2022, Silli kokkur, mætir með veitingavagninn á planið hjá Gylfa Ingimars við Hegrabrautina á Króknum í dag, miðvikudaginn 20. júlí, og það ekki í fyrsta skipti. Silli fer annað veifið hringferð um landið með veitingavagninn en þetta ku vera fyrsta giggið hans eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn.
Meira

„Eitt afdrifaríkt kvöld á karaoke bar í San Francisco...“

Það er nokkuð um liðið síðan Feykir skaust með lesendur sína út fyrir landsteinana til að kynnast degi í lífi brottflutts. Nú tökum við því gott tilhlaup og stökkvum alla leið til Káliforníu eins og fylkið heitir í Lukku-Láka bókunum. Í höfuðborg fylkisins, Sacramento, tekur Björk Ólafsdóttir á móti lesendum og við skulum ímynda okkur að hún taki á móti okkur heima hjá sér því tæki hún á móti okkur í vinnunni er ekki víst að við höfum átt góðan dag – hún er nefnilega bráðalæknir.
Meira