Mannlíf

Spánski hljómsveitarstjórinn Joaquín de la Cuesta auðgar menningarlífið norðanlands

Það var árið 2020 sem Joaquín de la Cuesta, tónlistarmaður, hljómsveitarstjóri og kennari, kom í Skagafjörðinn frá spænsku eyjunni Tenerife til að kenna við Tónlistarskóla Skagafjarðar. Hann segist alltaf hafa litið á sig sem tónlistarlega eirðarlausan einstakling sem ávallt leiti að nýjum áskorunum eða markmiðum sem stuðlað geti að tónlistarmenningu hvar sem hann fer.
Meira

„Það er óútskýranlega frábær stemning hérna,“ segir Taiwo Badmus

Taiwo Badmus er 29 ára gamall írskur landsliðsmaður, ættaður frá Kongó, sem hefur glatt stuðningsmenn körfuboltaliðs Tindastóls síðustu misserin. Kappinn slagar í tvo metrana en er engu að síður snöggur og fimur og jafn líklegt að sjá hann troða með tilþrifum eða skella í eina eldflaug utan 3ja stiga línunnar. Í viðtali við Feyki segist hann svo sannarlega vera spenntur fyrir því hvert lið Tindastóls getur farið undir stjórn Pavels Ermolinski.
Meira

Saturday Night Fever í fyrsta sinn á íslensku leiksviði - Frumsýning á sunnudagskvöld

„Hver man ekki eftir John Travolta leika töffarann Tony Mareno í Saturday Night Fever og geggjuðu Bee Gees lögin sem eru í myndinni. Legendary mynd sem kom Travolta og Bee Gees á kortið og síðar heimsfrægð,“ svarar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, annar leikstjóri sýningarinnar, þegar hún er spurð út í uppfærslu Nemendafélags Fjölbrautaskólans á leikritinu Saturday Night Fever.
Meira

Árshátíð Húnaskóla tókst með miklum ágætum

Húnahornið segir frá því að fyrsta árshátíð Húnaskóla, sameinaðs grunnskóla í Húnabyggð, fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær. Sýnd voru leikritin Latibær og Galdrakarlinn í Oz en þar að auki fór fram söngkeppni í danssal félagsheimilisins og boðið var upp á dýrindis veislukaffi að auki.
Meira

Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Meira

Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?

Rauði kross Íslands, Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Þjóðkirkjan hafa ákveðið samstarf um vinaverkefni undir forystu Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins. Fjótlega verður auglýst eftir fólki sem vill taka þátt í verkefninu og fara á námskeið því tengdu.
Meira

„Alls ekki útpæld hugmynd, pínu galin, en ég sé ekki eftir neinu“

„Ég heiti Hafrún Anna og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Móðir mín, Gígja, og stjúpi minn, Jón Olgeir, búa á Króknum, nánar tiltekið í Brekkutúninu sem ég ber miklar taugar til og kalla enn þann dag í dag „heima“ þrátt fyrir að hafa ekki búið þar í yfir 25 ár.“ Já, síðasti þáttur Dags í lífi brottfluttra fór með okkur frá Tene til Færeyja en nú heimsækjum við Hafrúnu Önnu sem býr í Veróna á Ítalíu með Óskari, manninum sínum sem starfar sem framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðs, og fjórum prinsum sem eru á aldrinum 3-12 ára.
Meira

Félag eldri borgara tekur við keflinu af Lillu

Samið hefur verið við Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra um að taka að sér framkvæmd hátíðarhalda vegna Sumardagsins fyrsta í samfélaginu. Sama manneskjan, Ingibjörg (Lilla) Pálsdóttir, hefur frá upphafi hátíðarhalda á þessum uppáhaldsdegi landsmanna verið í fararbroddi dagskrárinnar á Hvammstanga í samstarfi við ýmis félagasamtök – eða í ein 65 ár og geri aðrir betur!
Meira

Fann að eitthvað var ekki eins og það átti að vera

Lið Tindastóls, sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar, varð fyrir áfalli á dögunum þegar varnarmaskínan Kristrún María Magnúsdóttir varð fyrir slæmum meiðslum sem gætu mögulega sett hana á hliðarlínuna í eitt og hálft ár. Hún er reyndar ákveðin í að stytta þann biðtíma eitthvað. Kristrún er leikmaður sem fer ekki mikið fyrir á vellinum en vinnur sína vinnu möglunarlaust og hefur vart stigið feilspor við hlið Bryndísar fyrirliða í vörninni síðustu tvö sumur.
Meira

Bjarkarkonur færðu Húnaþingi vestra bekk að gjöf

Það segir frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að í gær, á degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar 2023, færði kvenfélagið Björk á Hvammstanga sveitarfélaginu bekk að gjöf. Með bekknum vilja þær minnast látinna kvenfélagskvenna.
Meira