Kosið um nafn á grunnskóla Húnabyggðar
Kosning um nýtt byggðarmerki er ekki eina kosningin sem íbúum Húnabyggðar gefst færi á að taka þátt í þessa dagana því nú fer einnig fram kosning um nafn á grunnskóla Húnabyggðar. Auglýst var eftir nöfnum á skólann og bárust 119 tillögur.
Skólaráð valdi úr þrjú nöfn til að kjósa um en það eru; Grunnskóli Húnabyggðar - vísun á nafn sveitarfélags og sögu svæðisins, Húnaskóli - vísun á nafn sveitarfélags og sögu svæðisins og loks Þórdísarskóli - vísun í sögu svæðisins. Fyrsti Húnvetningurinn að sögn Vatnsdælu.
Hægt er að kjósa rafrænt en einnig geta íbúar kosið hjá ritara í grunnskólanum á opnunartíma skólans frá kl. 7:45 til 16:00. Kosningu lýkur mánudaginn 14. nóvember. Slóð á rafræna kosningu er hér að neðan >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.