Mannlíf

Kom ekki upp einu orði – segir Reynir Snær

„Ég var að útskrifast úr BA námi í músik við Liverpool Institute for Performing Art sem ég kláraði 2020. Heimsfaraldur gerði það að verkum að ekki var hægt að halda útskrift fyrr en núna í sumar. Skólinn nýtur styrkja frá McCartney,“ tjáði gítarséníið Reynir Snær Magnússon Feyki þegar forvitnast var um hvernig það kom til að hann greip í spaðann á aðal spaðanum í Liverpool, Paul McCarteny, en sjá mátti mynd af atvikinu á Facebook-síðu Reynis Snæs.
Meira

Þúsund manns í heimsókn með Azamara Pursuit

Það eru sviptingar við höfnina á Sauðárkróki í dag en á vef Skagafjarðarhafna segir að Lagarfoss hafi komið til hafnar klukkan fimm í nótt og spænt úr höfn þremur tímum síðar svo Azamara Pursuit kæmist í höfn klukkan tíu. Það er þriðja skemmtiferðaskipið sem heimsækir Sauðárkrók í sumar og það stærsta en með eru um 600 farþegar en í áhöfn eru 388.
Meira

„Vatnsnesvegur er bara ófær á löngum kafla“

Íbúar á Vatnsnesi hafa í langan tíma talað fyrir daufum eyrum þegar kemur að vegaframkvæmdum á nesinu fallega. Fyrir Vatnsnes liggur 70 kílómetra malarvegur sem er markaður óteljandi holum og fólki hreinlega vorkunn að fara þar um. „Vegurinn er bara ófær á löngum kafla ef maður getur orðað það þannig. Bílarnir svosem skrölta þetta og fólk þarf að nota veginn til að komast frá A til B en hann er bara hræðilegur,“ hefur RÚV eftir Guðrúnu Ósk Steinþórsdóttur, grunnskólakennara, sem fer veginn daglega.
Meira

Króksmótið fer fram um helgina

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Króksmótið í knattspyrnu fari fram á Sauðárkróki um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2019 sem mótið fer fram en fresta þurfti Króksmóti 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Gert er ráð fyrir að 92 lið frá 19 félögum taki þátt í mótinu og eflaust með jákvæðnina í fyrirrúmi því það er gaman á Króksmóti.
Meira

Jóhannes og Sunna krýnd Íslandsmeistarar í félagsvist á Félagsleikum Fljótamanna

Samkvæmt upplýsingum Feykis er skemmtileg helgi að baki í Fljótum en Félagsleikar Fljótamanna gengu vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki verið sérlega samstarfsfúsir og boðið upp á frekar lásí veðurpakka þessa verslunarmannahelgina.
Meira

Árskóli á Tenerife

Laugardaginn 4. júní lagði 94 manna hópur frá Árskóla/tónlistarskólanum í náms- og kynnisferð til Tenerife. í hópnum voru 66 starfsmenn, þrír starfsmenn FNV og 25 makar. Þessar ferðir eru fastur þáttur í starfsemi Árskóla sem varð til 1998 við sameiningu Barna- og Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki. Þá var strax sett á stefnuskrána að nýta endurmenntunarsjóði stéttarfélaganna til þess að kynnast öðrum skólum bæði innanlands og erlendis.
Meira

Umhverfisverðlaun Húnabyggðar afhent í fyrsta sinn

Á Húnavöku afhenti umhverfisnefnd Húnabyggðar umhverfisverðlaun nýja sveitarfélagsins í fyrsta sinn en verðlaunineru veitt einstaklingum fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
Meira

Íslandsmeistarinn í götubita á Króknum í dag

Nýkrýndur Íslandsmeistari í Götubita fólksins 2022, Silli kokkur, mætir með veitingavagninn á planið hjá Gylfa Ingimars við Hegrabrautina á Króknum í dag, miðvikudaginn 20. júlí, og það ekki í fyrsta skipti. Silli fer annað veifið hringferð um landið með veitingavagninn en þetta ku vera fyrsta giggið hans eftir að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn.
Meira

„Eitt afdrifaríkt kvöld á karaoke bar í San Francisco...“

Það er nokkuð um liðið síðan Feykir skaust með lesendur sína út fyrir landsteinana til að kynnast degi í lífi brottflutts. Nú tökum við því gott tilhlaup og stökkvum alla leið til Káliforníu eins og fylkið heitir í Lukku-Láka bókunum. Í höfuðborg fylkisins, Sacramento, tekur Björk Ólafsdóttir á móti lesendum og við skulum ímynda okkur að hún taki á móti okkur heima hjá sér því tæki hún á móti okkur í vinnunni er ekki víst að við höfum átt góðan dag – hún er nefnilega bráðalæknir.
Meira

ÓB-mótið tókst með ágætum þrátt fyrir kuldabola og bleytu

Nú um liðna helgi fór ÓB-mótið í knattspyrnu fram á Króknum. Þátttakendur voru 10 ára gamlar stúlkur sem komu víðs vegar að af landinu. Mótið heppnaðist með miklum ágætum, þátttakendur voru tæplega 700 og komu frá 23 félögum sem tefldu fram alls 110 liðum. Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska, örfá hitastig, norðanátt og rigning mestan partinn og sennilega hafa margir sárvorkennt þátttakendum að þurfa að standa í tuðrisparki við þessar aðstæður.
Meira