Mannlíf

Skagaströnd tekur þátt í verkefninu Barnvæn sveitarfélög

Á vef Skagastrandar segir af því að Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, hafi heimsótt Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til að skrifa undir samninginn Barnvæn sveitarfélög við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla sína stjórnsýslu og starfsemi.
Meira

„Ekki nóg að mæta bara í hnakknum“

Hofsósingurinn góðkunni, Gísli Einarsson, hefur leitt lið Landans á RÚV til margra ára og er einkar laginn við að þefa uppi forvitnilegar hliðar mannlífsins. Nú á dögunum var hann staddur í Skagafirði, nánar tiltekið í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki, þar sem nemendur FNV héldu svokallað Fjörmót en þeir þurfa að sjá um allt er viðkemur mótshaldinu, bæði utan vallar og innan.
Meira

Engin atvinnulífssýning í Sæluvikunni

Það styttist óðfluga í Sæluviku sem að þessu sinni kemur í beinu framhaldi af frídagasúpu aprílmánaðar; páskarnir eru 17.-18. apríl, sumardagurinn fyrsti 21. og setning Sæluvikunnar sunnudaginn 24. apríl. Skagfirðingar hafa verið nokkuð duglegir að halda atvinnu-, mannlífs- og menningarhátíðir, nú síðast fyrir fjórum árum en sú fékk nafnið Skagafjörður – heimili norðursins. Til stóð að endurtaka leikinn nú í vor en samkvæmt heimildum Feykis verður hátíðin ekki í lok Sæluviku en verið er að skoða hvort hún verði í haust eða frestist fram á næsta vor.
Meira

Nemendur Höfðaskóla tóku við viðurkenningu frá forseta Íslands

Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi, en nemendur, foreldrar, ættingjar og velunnarar skólans lásu af miklum móð. Höfðaskóli sigraði mikinn slag við Öxafjarðarskóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar 153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi.
Meira

Mikið stuð í Stólnum um helgina!

Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi? Já, Tindastuð verður haldið öðru sinni á skíðasvæðinu í Tindastólnum nú á laugardaginn en viðburðurinn var fyrst haldinn síðasta vetur og heppnaðist þá vonum framar. Ekki er annað að sjá í veðurkortunum en að nóg ætti að verða af snjó á svæðinu, spáð er hita um frostmark og vindi um 2-3 metrana. Er hægt að óska sér að hafa þetta betra?
Meira

Komst á hljóðbókalestina og er nú óstöðvandi í að hlusta

Á bænum Skriðulandi í Langadal býr bóndinn Magnea Jóna Pálmadóttir ásamt eiginmanni sínum, Halldóri BjartmariHalldórssyni en saman eiga þau fimm syni; Einar Pálma 16 ára, Björn Óskar 12, Ragnar Ara 11, Angantý Svan 9 og Helga Mar 5 ára. Magnea er 1982 árgangur og fædd og uppalin í Skagafirðinum, dóttir Pálma heitins Ragnarssonar og Ásu Jakobs í Garðakoti í Hólahreppi hinum forna en Magnea færði sig um set, 17–18 ára gömul, yfir í Húnavatnssýsluna.
Meira

„Þú átt vin fyrir lífstíð ef þú kemur vel fram við Finna“

Eftir mikið japl, jaml og fuður náði Feykir loks í skottið á Gunnari Þór Andréssyni frá Tungu í Gönguskörðum en hugmyndin var að fá kappann til að svara Degi í lífi brottfluttra. Þegar Gunni var loks kominn með snert af samviskubiti opnuðust flóðgáttir og frásagnir af lífinu í Oulu í Finnlandi streymdu fram. Dagurinn er því í lengra lagi að þessu sinni.
Meira

Listaháskólanemar heimsóttu TextílLab á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands fékk fína heimsókn í byrjun mars þegar nemendur á öðru ári í vöruhönnun í Listaháskólanum komu í vettvangsferð í TextílLab – stafrænu textílsmiðjuna í Textílmiðstöðinni á Blönduósi. Fengu þau kynningu á starfseminni sem þar fer fram en TextílLab er rými sem útbúið er stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi.
Meira

„Dagurinn var mjög góður en við stefnum á hefðbundinn öskudag að ári“

Kórónuveirufaraldurinn fer nú um eins og stormsveipur en vonast er til að þjóðin myndi hjarðónæmi áður en langt um líður. Það eru því ansi margir sem verða að gjöra svo vel að dúsa heima þessa dagana; sumir finna fyrir litlum einkennum en aðrir eru ekki svo heppnir. Ljóst er að flestir vildu vera án þessa vágests. En það var öskudagur í gær og þeir sem ekki komust út úr húsi en voru heima með börnin sín þurftu að láta reyna á þær gráu til að gera það besta úr stöðunni. Það virtist hafa tekist með ágætum hjá þeim hjónum, Gesti Sigurjóns, kennara við Árskóla, og Ernu Nielsen, starfsmanni leikskólans Ársala á Króknum.
Meira

Hvatt til friðar með myndun friðartáknsins á Skagaströnd

Á morgun, fimmtudaginn 3. mars, hvetur Gleðibankinn íbúa Skagastrandar, og væntanlega alla sem áhuga hafa, til að safnast saman á íþróttavellinum kl. 12:00 til að mynda manngert friðarmerki. Þegar það hefur verið gert verður tekið myndband með dróna, laginu Imagine eftir John Lennon bætt við myndbandið og það síðan sett á Alheimsvefinn og sent til íslenskra fjölmiðla.
Meira