Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga
Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Veðrið lék við Húnvetninga og dagurinn reyndist hinn besti. Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra sendir þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg. Félagið tók í ár við Sumardagskeflinu af Ingibjörgu (Lillu) Pálsdóttur sem hafði frá upphafi hátíðarhalda á þessum uppáhaldsdegi landsmanna verið í fararbroddi dagskrárinnar á Hvammstanga í samstarfi við ýmis félagasamtök – eða í ein 65 ár og geri aðrir betur!
Guðmundur Haukur Sigurðsson tók myndirnar sem hér fylgja.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.