Sólveig Erla og félagar komin í úrslit Gettu betur
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Lokað efni
07.03.2025
kl. 10.43

Sólveig Erla hefur staðið sig með stakri prýði í Gettu betur og er stolt Norðurlands vestra í keppninni. SKJÁSKOT AF RÚV.IS
Feykir spjallaði á dögunum við Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur, spurningakeppnisspeking frá Tjörn á Skaga. Þá voru hún og félagar hennar í liði Menntaskólans á Akureyr að undirbúa sig fyrir átta skóla úrslit í hinni sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Nú hefur Sólveig brillerað tvívegis í Sjónvarpssal á réttri viku og hefur ásamt félögum sínum, Kjartani Val og Árna Stefáni, tryggt MA sæti í sjálfri úrslitaviðureign Gettu betur í fyrsta sinn í 17 ár.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.