Eftirminnilegir tónleikar með Jet Black Joe sem breyttust í ball
„Ég bý á Hvammstanga og vinn í Landsbankanum en þessa dagana er ég í sumarfríi og í hestaferð um báðar Húnavatnssýslurnar með góðum vinum – fátt sem toppar það,“ segir Halldór Sigfússon en hann ætlar þó ekki að missa af Eldi á Húnaþingi.
Hvað ætlar þú að gera á Eldi í Húnaþingi í ár? „Ég fer klárlega á tónleikana með Dimmu, svo er ég að vinna á þríþrautinni sem USVH er að halda. Að sjálfsögðu mæti ég í stúkuna að styðja mína menn í Kormáki/Hvöt á laugardeginum og á sjálfsagt eftir að sækja fleiri viðburði, enda flott dagskrá í boði að vanda.“
Ef Eldur í Húnaþingi hátíðin væri bíll, hvernig bíll væri hún? „Benz, eintóm gæði.“
Hvað hefur þér þótt eftirminnilegast á Eldi í Húnaþingi í gegnum árin? „Fyrstu hátíðarnar voru eftirminnilegar, þegar hátíðin var að þróast og mótast, alls konar hlutir prófaðir og reyndir. En ef ég á að nefna eitthvað þá eru tónleikarnir sem breyttust svo í ball með Jet Black Joe ógleymanlegir, bílabíóin og allt sem þeim fylgdi, margir flottir tónleikar í Borgarvirki og margt margt fleira.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.