Fjölmennt á kærleiksstund á Blönduósi í gærkvöldi
Í gærkvöldi var haldin kærleiksstund á íþróttavellinum á Blönduósi og sagt er frá því á Húna.is að fólk hafi safnaðst saman við nýja vallarhúsið klukkan 21 þar sem kveikt var á kertum og þau lögð umhverfis hlaupabrautina í ljósaskiptunum. Tilgangurinn var að sýna samhug og hluttekningu til þeirra sem eiga um sárt að binda.
„Fjöldi fólks var mætt á íþróttavöllinn í gærkvöldi og margir sem gerðu sér ferð úr öðrum landshlutum til að vera viðstatt athöfnina. Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði til athafnarinnar og útvegaði kertin. Þau voru svo mörg að þau komust ekki öll fyrir á hlaupabrautinni en þá var brugðið á það ráð að teikna lítið hjarta innan í miðju brautarinnar. Fólk myndaði svo hring og hélst í hendur,“ segir á Húna.is.
Meðfylgjandi myndir tók Róbert Daníel Jónsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.