Mikilvægt að slökkviliðsmenn æfi reglulega
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur
11.11.2022
kl. 08.43
Meðfylgjandi myndir eru frá æfingu við björgun fastklemmdra. Myndir: Brunavarnir Austur-Húnvetninga.
Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga æfðu í síðustu viku björgun fastklemmdra og segir á Facebook-síðu þeirra að mjög mikilvægt sé að slökkviliðsmenn æfi reglulega hvernig beita eigi björgunarklippum og öðrum búnaði ef bjarga þarf fólki út úr bifreiðum eða öðrum klemmdum aðstæðum.
„Æfingin var mjög vel sótt og gekk einstaklega vel þrátt fyrir góðan skammt af vætu af himnum ofan. Liðsmenn BAH reyndust orðnir mjög samstilltir og þjálfaðir gagnvart þessum lögbundnu verkefnum sínum,“ segir í færslu Brunavarna Austur-Húnvetninga. Til stóð að halda reykköfunaræfingu á mánudag svo það er greinilega í mörg horn að líta hjá liðsmönnum BAH.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.