Kaffihúsastemning í Húnaskóla
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur
24.06.2023
kl. 14.34
Velkomin á kaffihúsið okkar, sögðu þessir hressu krakkar sem buðu upp á ýmis góðgæti í gær. Myndir: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir.
Það var sannkölluð kaffihúsastemning í Húnaskóla í gær þar sem krakkarnir í Sumarfjöri Húnabyggðar buðu eldri borgurum á kaffihús en boðið var upp á kaffi, kökur og heita rétti sem krakkarnir sáu um að baka sjálf undir leiðsögn.
„Krakkarnir þjónuðu til borðs og sáu um að allt myndi ganga smurt fyrir sig. Dagurinn heppnaðist langt fram úr væntingum og mætingin var frábært. Við munum klárlega hafa þetta árlegt hér eftir. Takk fyrir komuna!“ segir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, sem sendi Feyki meðfylgjandi myndir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.