Hrútasýning í Hrútafirði - Myndasyrpa
Mánudaginn 16. október stóð Fjárræktarfélag Staðarhrepps fyrir Hrútasýningu fyrir Miðfjarðarhólf. Sýningin var haldin á Hvalshöfða í Hrútafirði. Vel var mætt, bæði af fólki og fénaði en yfir 50 hrútar voru skráðir til leiks í þremur flokkum; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir. Að sögn Guðrúnar Eikar Skúladóttur, bónda á Tannstaðabakka, voru flokkarnir allir firnasterkir og sem dæmi má nefna að sex hrútar af þeim sem skráðir voru til leiks höfðu stigast upp á 90 stig og yfir. Einnig voru 18 gimbrar skráðar til leiks í Skrautgimbraflokki, en í þeim flokki er vegið saman bæði litur og átak.
Fjárbúið á Efri-Fitjum var sigursælt, en þau tóku heim sex verðlaun, auk bikars, fyrir besta hrút sýningar, en það var Klettssonur nr. 159 sem áður hafði verið stigaður í 91 stig og sigraði flokk hvítra hyrndra hrúta. Annað árið í röð sigruðu Syðri-Reykir flokk kollóttra hrúta, en þar bar Ebitasonur nr 9 sigur úr bítum, með 89,5 stig. 1. verðlaun í flokki mislitra hrúta féllu í skaut bænda á Mýrum 2, en þar var svargolsóttur Unaðsboltasonur nr. 512 sigurvegari, með 89 stig.
Anna Scheving mætti með myndavélina og tók meðfylgjandi myndir.
Helstu úrslit:
Hvítir hyrndir
1. 159 Klettssonur frá Efri-Fitjum 91 stig
2. 189 Víðissonur frá Bergsstöðum 89 stig
3. 162 Barkarsonur frá Efri-Fitjum 90 stig
4. 158 Klakasonur frá Urriðaá 90,5 stig
5. 12 Barkarsonur frá Staðarbakka 87 stig.
Mislitir
1. 512 Svargolsóttur Unaðsboltasonur frá Mýrum 2 89 stig
2. 42 Grábaugóttur Ebitasonur frá Efri-Fitjum 87,5 stig
3. 178 Grár Kornelíusarsonur frá Efri-Fitjum 87,5 stig
4. 320 Svartur Unaðsboltasonur frá Bergsstöðum 88,5 stig
5. 217 Mórauður Venusarsonur frá Efri-Fitjum 87 stig
Kollóttir
1. 9 Ebitasonur frá Syðri-Reykjum 89,5 stig
2. 150 Fannarssonur frá Efri-Fitjum 87 stig
3. 95 Brúsasonur frá Efri-Fitjum 88 stig
4. 41 Ebitasonur frá Efri-Fitjum 88,5 stig
5. 13 Hnallssonur frá Syðri-Reykjum 87 stig
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.