Íþróttir

Fáliðaðar Stólastúlkur áttu ekki roð í Íslandsmeistarana

Úrslitakeppnin í Bónus deild kvenna hófst í gærkvöldi og lið Tindastóls sótti þá Íslandsmeistara Keflavíkur heim. Israel og Hlynur mættu með aðeins átta stúlkur til leiks en meðal annars vantaði bæði Ilze og Rannveigu í hópinn en þær voru veikar. Heimaliðið byrjaði vel og hleypti gestunum í raun aldrei inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 en lokatölur 91-62.
Meira

Sigur í æfingaleik gegn FH í frumraun bandarísku stúlknanna

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur samið við þrjár bandarískar stúlkur um að leika með liðinu í sumar. Það eru Grace Pettet sem er örvfættur varnarmaður, framherjinn Makala Woods og markvörðurinn Genevieve Crenshaw en hún er reyndar enn ekki kominn með leikheimild þó Donni þjálfari sé bjartsýnn á að það styttist í það. Áður var búið að segja frá því að hin þýska Nicole Hauk væri genginn til liðs við lið Tindastóls.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik

Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Meira

Tindastólsmenn fóru áfram í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu

Það var markaveisla á Dalvíkurvelli í gær þar sem Tindastóll mætti liði KF (Fjallabyggð) í Mjólkurbikar karla. Liðin höfðu mæst áður í vetur á Króknum í Lengjubikarnum og þá unnu Stólarnir öruggan 5-0 sigur. Þeir endurtóku leikinn hvað það varðar að skora fimm mörk en í þetta skiptið skoraði andstæðingurinn þrívegis og lokatölur því 3-5 og Stólarnir komnir áfram í 2. umferð.
Meira

Tveimur mótum af sex lokið í Meistaradeild KS

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hóf göngu sína á ný í Svaðastaðahöllinni á Króknum þann 26. febrúar sl. Sjö lið eru skráð til leiks með fimm úrvals knöpum í hverju liði og var byrjað á að keppa í fjórgangi. Einnig var/verður keppt í gæðingalist, fimmgangi F1 (11. apríl), Slaktaumatölti T2 (25. apríl), 150m og gæðingaskeið (26. apríl) og Tölt T1 og flugskeið (2. maí). Liðin í ár eru Hrímnir/Hestaklettur, Hofstorfan/66°Norður, Team Lífland, Íbishóll, Þúfur, Storm Rider og Uppsteypa.
Meira

Friðrik Elmar og Albert stóðu uppi sem sigurvegarar í félagspílu

Miðvikudaginn 26. mars hélt PKS skemmtilegt mót fyrir þá krakka í 3.-7. bekk sem æfa hjá félaginu og fjölskyldur þeirra. Mótið kallaðist félagspíla og virkar í raun eins og félagsvist þar sem krakkarnir spiluðu í tvímenning með fjölskyldumeðlimi.
Meira

Deildarmeistarar, já deildarmeistarar!

Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær! Strákarnir gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Íslands- og bikarmeistara Vals í næsta öruggum sigri í Síkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Tindastóls verður deildarmeistari í körfuknattleik í sögu félagsins og sannarlega frábær áfangi. Lokatölur voru 88-74 og nú bíður úrslitakeppnin handan við hornið en þar mæta Stólarnir liði Keflvíkinga – rétt eins og Stólastúlkur.
Meira

Það má reikna með dramatík í kvöld

Síðasti deildarleikurinn í Bónus deild karla er í kvöld og úrslitakeppnin handan við hornið! Tindstoll tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals klukkan 19:15. Hamborgarar og drykkir og okkar eini sinni Helgi Sæmundur í tjaldinu frá kl 18:00. Í þessari frétt fer Feykir yfir stöðuna á toppnum og hvaða möguleikar eru þar fyrir hendi og loks minnir lögreglan fólk á að betra sé að skilja bílinn eftir heima en að leggja ólöglega við Síkið.
Meira

Stólastúlkur lögðu Stjörnuna og tryggðu sér sjötta sætið

Síðasta umferðin í Bónus deild kvenna var spiluð í gær og á Króknum tók lið Tindastóls á móti Garðbæingum í Stjörnunni. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og í raun var það aðeins sjötta sætið í deildinni sem var undir. Leikurinn var lengstum spennandi en lið Tindastóls leiddi allan síðari hálfleik en það var ekki fyrr en Brynja Líf datt í gírinn á lokamínútunum sem heimastúlkur náðu að hrista gestina af sér. Lokatölur voru 78-67, sjötta sætið því staðreynd og leikir gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í átta liða úrslitum.
Meira

„Vanmetinn titill sem erfitt er að vinna“

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en Tindastólsmenn eygja von um að krækja í deildarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er því doldið undir og tilefnið kallar á topp frammistöðu. Andstæðingurinn gæti þó varla verið erfiðari; Íslands- og bikarmeistarar Vals sem hafa hitt á toppform á réttum tíma eins og stundum áður. Feykir fékk Benna Gumm, þjálfara Tindastóls, til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira