Íþróttir

Öruggur sigur Tindastóls í Garðabænum

Lið Tindastóls mætti unglingaflokki Stjörnunnar í 1. deild kvenna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag. Hlutskipti liðanna er ólíkt þar sem Stjörnustúlkur hafa unnið einn leik í vetur en lið Tindastóls í toppbaráttu eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Þær héldu uppteknum hætti í dag og unnu öruggan sigur, 59-100, og sitja nú toppi 1. deildar með 14 stig, líkt og KR og Ármann, en eiga leik til góða.
Meira

„Hjálpar ekki þegar við hittum illa sem heild“

„Varnarlega fannst mér við flottir, vorum samt að leyfa þeim að sækja aðeins of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skoruðu þeir slatta af stigum upp úr því en það lagaðist í seinni. Sóknarlega er það sem klikkaði meira og minna allan leikinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað hefði klikkað í gær í tapleik gegn liði Álftaness í Subway-deildinni.
Meira

Sprækir Álftnesingar spóluðu yfir Stóla

Tindastólsmenn tóku á móti liði forseta Íslands, Áltftanesi, í Síkinu í gær og að sjálfsögðu var Guðni mættur. Því hefur stundum verið haldið fram að Stólarnir mæti jafnan til leiks eftir áramót haldnir illvígri hátíðaþinnku, sama hverjir eru í liðinu, og sú var raunin í gær þó ekki megi gera lítið úr frammistöðu gestanna frá Álftanesi sem eru firnasterkir. Frammistaða Stólanna var hins vegar langt undir pari og sóknarleikurinn dapur. Gestirnir leiddu nær allan leikinn og eftir að Tóti minnkaði muninn í eitt stig í fjórða leikhluta þá pökkuðu þeir meisturunum okkar saman og lönduðu sterkum sigri. Lokatölur 68-80.
Meira

Lið GN hópbíla sigraði á Hvammstanga

Knattspyrnuveisla Kormáks Hvatar fór fram um síðustu helgi í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga. Í frétt á Aðdáendasíðu Kormáks segir að gríðarleg stemning hafi verið í húsinu og harðir leikir sem fæstir réðust fyrr en á lokamínútunum.
Meira

„Litla sveitastúlkan“ fékk ekki Óskarinn

Val á Íþróttamanni ársins 2023 fór fram á Hilton hótelinu í Reykjavík í gærkvöldi. Tíu íþróttamenn voru tilnefndir og var það handboltakappinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem fór heim með verðlaunagripinn eftirsótta, sigraði kosningu íþróttafréttamanna með nokkrum yfirburðum og er vel að heiðrinum kominn. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls, voru á staðnum enda Pavel tilnefndur sem þjálfari ársins og meistaralið Tindastóls sem lið ársins.
Meira

Atli Freyr sigraði á lokamóti ársins hjá GSS

Lokamót ársins hjá Golfklúbbi Skagafjarðar fór fram á Flötinni þann 30. desember síðastliðinn. Spilað var á Pepple Beach vellinum í Trackman en í húsakynnum GSS við Borgarflöt er hægt að spila golf á hinum ýmsu völlum víðsvegar um heiminn í golfhermi klúbbsins.
Meira

Gamlárshlaupið áfram árlegt, Árni afhenti keflið

Allmörg ár eru síðan sýnilegur og jafnframt fjölmennur hópur fólks setti svip sinn á Sauðárkrók. En þá fór um bæinn, holt, heiðar og nær sveitir hópur fólks, í hvers lags veðri, hlaupandi eða gangandi og hélt oftar en ekki til við Sundlaug Sauðárkróks. Þetta var Skokkhópurinn, sem varð til með samvinnu íþróttakennara í bænum og var virkni hópsins mikil, til lengri tíma.
Meira

Birna Olivia kjörin Íþróttamaður USVH 2023

Í gær, laugardaginn 30. desember, var tilkynnt um kjör á Íþróttamanni USVH 2023 en athöfnin fór fram í íþróttamiðstöðinni á Hvammstangi en þar fór þá fram fjáröflunarmót Kormáks/Hvatar. Hlé var gert á keppni á meðan úrslitin voru kunngjörð en það var knapinn Birna Olivia Ödqvist sem hlaut heiðurinn en hún náði prýðilegum árangri í hestaíþróttum á árinu.
Meira

Húrra fyrir sjálfboðaliðum!

Knattspyrnusamband Íslands hefur frá stofnun afhent heiðursmerki við sérstök tilefni, en heiðursmerki KSÍ úr silfri er veitt þeim einstaklingum sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. Sagt er frá því á Aðdáendasíðu Kormáks að á fundi orðunefndar 20. desember 2023 voru þrír bakhjarlar Kormáks Hvatar sæmdir þessu heiðursmerki, fyrstir allra úr röðum Umf. Kormáks.
Meira

Það hressir, bætir og kætir að lesa ársuppgjör Aðdáendasíðu Kormáks

Lið Kormáks/Hvatar vann mikið og gott afrek í sumar þegar Húnvetningar stýrðu skútu sinni upp úr 3. deild og munu því þeysa um knattspyrnuvelli í 2. deild á nýju ári. Af þessu tilefni þótti aðstandendum hinnar rómuðu Aðdáendasíðu Kormáks tilefni til að hræra í gott og algjörlega óhlutlaust ársuppgjör.
Meira