Öruggur sigur Tindastóls í Garðabænum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.01.2024
kl. 21.40
Lið Tindastóls mætti unglingaflokki Stjörnunnar í 1. deild kvenna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag. Hlutskipti liðanna er ólíkt þar sem Stjörnustúlkur hafa unnið einn leik í vetur en lið Tindastóls í toppbaráttu eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Þær héldu uppteknum hætti í dag og unnu öruggan sigur, 59-100, og sitja nú toppi 1. deildar með 14 stig, líkt og KR og Ármann, en eiga leik til góða.
Meira