Íþróttir

Þórður Ingi sigraði á Jólamóti PSK í pílu

Jólamót Pílukastfélags Skagafjarðar og FISK Seafood fór fram í gærkvöldi í aðstöðu PSK að Borgarteigi 7 á Sauðárkróki. Fullmannað var í alla riðla eða 32 þátttakendur í heildina. Úrslitin urðu þau að Þórður Ingi Pálmarsson sigraði Arnar Geir Hjartarsoní úrslitaleik. Jón Oddu Hjálmtýsson varð í þriðja sæti,sigraði Heiðar Örn Stefánsson.
Meira

Að fá viðurkenningu fyrir vel unnið starf er mjög gaman

Arnar Björnsson var valinn íþróttamaður Skagafjarðar við hátíðlega athöfn í Ljósheimum á dögunum. Arnar er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks Tindastóls í körfubolta og var aðeins 6 ára gamall þegar áhuginn á íþróttinni kviknaði þegar hann fékk að kíkja með pabba sínum á æfingar í Síkinu, en í kringum 11 ára þegar hann fær metnað fyrir íþróttinni og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera í framtíðinni.
Meira

Eru ekki allir klárir í Gamlárshlaupið?

Í tilefni af sjötugsafmæli Árna Stefánssonar verður Gamlárshlaup skokkhópsins haldið á nýjan leik á Sauðárkróki þann 31. desember. Hlaupið hefst kl. 13 en skráning hefst klukkutíma fyrr við íþróttahúsið á Króknum en þaðan verður einmitt hlaupið. Ekkert þátttökugjald verður en þeir sem munu spretta úr spori eiga engu að síður möguleika á sleppa að veglegum útdráttarverðlaunum að hlaupi loknu.
Meira

Fjáröflunarfótboltamót Kormáks/Hvatar á laugardegi

Laugardaginn 30. desember 2023 verður blásið til leiks í fjáröflunarmót fyrir meistaraflokk Kormáks Hvatar í knattspyrnu til að halda upp á stórkostlegan árangur liðsins í sumar.
Meira

Pavel þjálfari ársins í Skagafirði

Pavel Ermolinski var á dögunum valinn þjálfari ársins í Skagafirði við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Eins og alþjóð sennilega veit þjálfar hann sitjandi Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og við getum sagt að þeir séu um það bil hálfnaðir í því verkefni að sitja áfram á þeim titli. Engin pressa. Blaðamaður hafði samband við Pavel sem segir þetta frábæra viðurkenninu fyrir sig og allt þjálfarateymið og bætir við að það sé ekki flókið að þjálfa þennan mannskap með þetta bakland sem er í kringum liðið.
Meira

Ásdís Brynja er Íþróttamaður USAH 2023

Í gær var tilkynnt um valið á Íþróttamanni USAH 2023 við hátíðlega athöfn í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Fyrir valinu að þessu sinni varð Ásdís Brynja Jónsdóttir knapi frá Hestamannafélaginu Neista.
Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2023

Í gærkvöldi fór fram mikil og góð hátíðarsamkoma í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni Skagafjarðar 2023 sem og þjálfara og lið ársins. Það þarf sjálfsagt ekki að koma nokkrum á óvart að meistaralið Tindastóls náði fullu húsi í valinu; Arnar Björnsson var kjörinn íþróttamaður Skagafjarðar, Pavel Ermolinski þjálfari ársins og Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik lið ársins.
Meira

Þorsteinn kjörinn reiðkennari ársins

Þorsteinn Björnsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var fyrir jól kjörinn reiðkennari ársins. Það er menntanefnd Landsambands hestamanna sem auglýsti eftir tilnefningum til reiðkennara ársins og svo fór kosning fram í netkosningu. Valið að þessu sinni stóð milli Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Finnboga Bjarnasonar og Þorsteins.
Meira

Karl Lúðvíksson hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2023

Við setningu Jólamóts Molduxa, sem haldið var annan dag jóla, var upplýst hver hlýtur hin eftirsóttu Samfélagsviðurkenningu Molduxa en þau hafa verið veitt frá árinu 2015. Að þessu sinni féll hún Karli Lúðvíkssyni í skaut en hann hefur verið ötull í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.
Meira

Missouri Smokeshow sigraði í Jólamóti Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en alls tóku 18 lið þátt. Það var Missouri Smokeshow, lið Pálma Þórssonar, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir úrslitaleik gegn Smára í Varmahlíð.
Meira