„Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn!“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
24.01.2024
kl. 12.26
Á síðasta ári urðu tveir leikmanna kvennaliðs Tindastóls fyrir því að elta leiðinlegasta tískufyrirbærið í fótboltanum; krossbandsslit. Fyrst var það Kristrún María Magnúsdóttir sem lenti í þessum óskunda á slitinni gervimottunni í Boganum á Akureyri og síðan lenti Bergljót Ásta Pétursdóttir í þessum hremmingum í Garðabænum um mitt síðasta sumar. Krossbandsslit eru með ólíkindum algeng í kvennaboltanum og óskaplega erfið meiðsli með langri endurhæfingu. Það þarf bein í nefinu til að ganga í gegnum þetta ferli.
Meira