Íþróttir

Emma Katrín og Júlía María gerðu gott mót í Fredrikshavn

Um helgina fór stórt badmintonmót fram í Arena Nord í Fredrikshavn í Danmörku, alls voru um 340 þátttakendur skráðir til leiks og þar af 50 frá Íslandi. Á heimasíðu Tindastóls er sagt frá því að í íslenska hópnum voru tveir þátttakendur frá Badmintondeild Tindastóls, þær Emma Katrín og Júlía Marín Helgadætur.
Meira

Stóla- og Keflavíkurstúlkur skiptu með sér stigunum

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust á Sauðárkróksvelli í dag í fyrstu umferð úrslitakeppni liðanna í neðri hluta Bestu deildarinnar. Suðvestan strekkingur setti talsvert strik í leikinn en var þó ekki það strembinn að ekki væri hægt að spila boltanum. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Stólastúlkur jöfnuðu eftir klukkutíma leik og þar við sat. Lokatölur 1-1 og verða það að teljast nokkuð sanngjörn úrslit.
Meira

„Það er mjög gaman að vera hluti af þessu liði“ segir Gwen Mummert

Það var ljóst fyrir tímabilið í Bestu deildinni að lið Tindastóls yrði að styrkja sig. Augljóslega þurfti að finna markvörð í stað Amber Michel sem ákvað að freista gæfunnar í Bandaríkjunum. Í hennar stað kom Monica Wilhelm og á sama tíma gekk Gwen Mummert til liðs við Stólastúlkur. „Gwen er gríðarlega sterk og fljót, er góð á boltanum, með góðar sendingar og mjög sterk i föstum leikatriðum. Mörg lið voru á höttunum eftir Gwen og mikil ánægja er með að hún hafi valið að koma á Krókinn,“ sagði Donni þjálfari við Feyki þegar þær stöllur voru kynntar til sögunnar.
Meira

Mikið kredit á Atla og Orra

Feykir sagði frá því fyrr í dag að lið Kormáks/Hvatar hefði borið sigurorð af liði Árbæjar í 3. deildinni. Leikurinn var afar mikilvægur í baráttunni um sæti í 2. deild að ári og nú hafa Húnvetningar fimm stiga forystu á liðið í þriðja sæti deildarinnar, Árbæ, þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan er því afar vænleg. Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar svaraði spurningum Feykis í leikslok.
Meira

Stólarnir sitja sem fastast í þeirri fjórðu

Nú þegar ein umferð er eftir af keppni í 4. deildinni í knattspyrnu er ljóst að fjórða sætið verður hlutskipti Tindastóls en draumurinn um sæti í 3. deild fékk frekar nöturlegan endi þegar Kópavogspiltar í KFK gerðu sex mörk á Króknum í dag. Leikurinn var reyndar ansi fjörugur í sunnanrokinu en heimamenn voru helst til of gjafmildir í varnarleiknum og lokatölur 3-6.
Meira

Hungraðir Húnvetningar hirtu stigin í toppslagnum

Það var stórleikur á Blönduósvelli í dag þegar að segja má hreinn úrslitaleikur um sæti í 2. deild fór fram. Heimamenn í Kormáki/Hvöt tóku þá á móti liði Árbæjar sem var tveimur stigum á eftir og hafði verið á mikill siglingu í deildinni, höfðu unnið í það minnsta fjóra leiki í röð og á meðan bleiki valtarinn var farinn að hiksta. Heimamenn komu lemstraðir til leiks með tvo lykilmenn í banni og urðu að planta fyrirliðanum í markið. Tvívegis náðu gestirnir forystunni í leiknum en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn, jöfnuðu í tvígang og hirtu síðan öll stigin í uppbótartíma. Lokatölur því 3-2 og ævintýri Húnvetninga heldur áfram.
Meira

Þrír stórleikir í fótboltanum á Norðvesturlandi um helgina

Það verða spilaðir þrír mikilvægir leikir í boltanum hér á Norðurlandi vestra um helgina í þremur mismunandi deildum. Kormákur/Hvöt og Tindastóll spila sína leiki í 3. deild og 4. deild á sama tíma á laugardegi en leikirnir hefjast kl. 14. Á sunnudag fá Stólastúlkur lið Keflavíkur í heimsókn í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna. Þær hefja leik korter yfir fjögur.
Meira

Vill sjá Tindastólsfólk fjölmenna á völlinn

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna krækti í sjöunda sætið í Bestu deild kvenna þegar liðið gerði jafntefli við Norðurlandsrisann Þór/KA á sunnudaginn. Stelpurnar okkar náðu að hala inn 19 stig í 18 leikjum sem er fimm stigum meira en í Pepsi Max deildinni fyrir tveimur árum. Feykir lagði nokkrar léttar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Donna Sigurðsson, því ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið – úrslitakeppni um að halda sæti í Bestu deild að ári hefst um næstu helgi.
Meira

Hvaða íþrótt ætlar þú að æfa í vetur?

Vetrarstarf Tindastóls hófst í dag, mánudaginn 28. ágúst. Tindastóll býður upp á öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og ættu allir að geta fundið íþróttir við sitt hæfi. Börnum á grunnskólaaldri er boðið að koma og prófa íþróttir hjá öllum deildum dagana 28. ágúst til 1. september.
Meira

Deildarmeistarar í flokki 12 ára og yngri

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi í fyrsta skipti drengjasveit á Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri en mótið fór fram dagana 25.-27. ágúst og var leikið á þremur keppnisvöllum á höfuðborgarsvæðinu. Leikið er eftir PGA Junior League fyrirmyndinni, sem kallast PGA krakkagolf á Íslandi.
Meira