Pavel Ermolinski og meistaraflokkur karla tilnefndir

Vísir.is birti í morgun topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna ásamt þeim þrem einsaklingum sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins 2023 og þau þrjú lið sem tilnefnd eru sem lið ársins 2023.

Það kemur kannski engum á óvart, eftir sögulegt afrek Körfuknattleiksdeildar Tindastóls þegar karlaliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn, að þeir séu tilnefndir sem lið ársins en gaman er að sjá að nafn Pavels Ermolinski er einnig í pottinum um þjálfari ársins 2023. Er þetta í 68. sinn sem þetta kjör fer fram og verður það lýst í beinni fimmtudagskvöldið 4. janúar 2024 á Hilton hóteli.

Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir með Pavel eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Þau lið sem eru tilnefnd með Meistaraflokki karla í Tindastól eru Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta og Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með þegar úrslitin verða tilkynnt því kalt mat frá Feyki er að líkurnar séu miklar að bæði Pavel og Tindastóll verði fyrir valinu:) Eruð þið ekki sammála?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir