Atli Þór fullkomnar hóp Kormáks/Hvatar

MYND AF AÐDÁENDASÍÐU KORMÁKS
MYND AF AÐDÁENDASÍÐU KORMÁKS

Síðasti dagur félagaskipta í efri deildum Íslandsmótanna í knattspyrnu var nú á miðvikudaginn. Þá bætti lið Kormáks/Hvatar við sig einum leikmanni því Atli Þór Sindrason var síðasta liðsstyrking hópsins fyrir mót.

Á Aðdáendasíðu Kormáks segir að Atli Þór, sem lék tíu leiki með Kormáki Hvöt í fyrra og skoraði í þeim tvö mörk, komi aftur heim að láni frá Þór á Akureyri.

„Þetta er vítamínsprauta í hópinn, enda var unun að sjá þennan unga leikmann í fyrra, hrellti allar varnir sem hann mætti og á sannarlega framtíðina fyrir sér. Kormákur Hvöt bætir enn einum heimamanninum í hópinn og gaman verður að sjá aragrúa ungra Húnvetninga á vellinum í sumar. Hér er sannarlega kominn skotpallur fyrir þá að springa út,“ segja kotrosknir aðdáendur Kormáks/Hvatar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir