Æfingar sumarsins hjá Knattspyrnudeild Tindastóls
Knattspyrnudeild Tindastóls hefur auglýst æfingadagskrá sumarsins í Sjónhorninu í dag en æfingar hefjast næstkomandi mánudag. Í auglýsingunni segir að æfingar 6. flokks sé kl. 13:10 og 7. flokks 8:10 en því mun vera öfugt farið, rétt er að 6. flokkur mun æfa kl. 8:10 og 7.fl. er kl. 13:10.
Æfingar sumarið 2016 eru semsagt á eftirfarandi tímum:
8. fl. dr.+st 16:15 mán og fim
7. fl. dr.+st 13:10 mán, þri, mið og fim
6. fl. dr.+st 8:10 mán, þri, mið og fim
5. fl. dr.+st 10:10 mán, þri, mið og fim
4. fl. dr 16:00 mán, þri, mið og fim
4. fl. st 16:15 mán, þri, mið og fim
3. fl. dr 18:45 mán, þri, mið og fim
3. fl. st 20:30 mán, þri, mið og fim
2. fl. dr 18:45 mán, þri, mið og fim
2. fl. st. 19:00 mán, þri, mið og fim
Þá ætlar Knattspyrnudeild Tindastóls að standa fyrir skiptimarkaði á fótboltaskóm í Húsi frítímans 3. júní kl. 17-18 þar sem hægt er að fá skó á fínu verði.
„Þið komið með gömlu skóna kl. 16:30-17:00 sem eru orðnir of litlir og leggið þá inn.
Þú verðleggur þína skó en aðeins fjögur verð eru í gangi ( 500.- / 1000.- / 1500.-/ 2000.- ). Ef einhver kaupir þína skó færðu það greitt strax. JAKO sölumaður verður á sama stað kl. 16-19 Tindastólsfatnaður, æfinga- og keppnisfatnaður á litla sem stóra á góðu verði,“ segir í auglýsingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.