Arnar Freyr til Kristianstads

Arnar Freyr ásamt systkinum sínum/Aðsend mynd
Arnar Freyr ásamt systkinum sínum/Aðsend mynd

Samkvæmt íþróttadeild 365 hefur Arnar Freyr Arnasson, samið við sænska liðið Kristianstads. Kemur þetta fram í frétt Vísis um málið.

Arnar Freyr, sem er sonur sveitastjóra Blönduósbæjar, Arnars Þórs Sævarssonar, er einn allra efnilegasti varnar- og línumaður Íslands. Arnar Freyr kemur til Kristianstads frá uppeldisfélaginu Fram en samningurinn er til þriggja ára en er uppsegjanlegur af beggja hálfu að tveimur árum liðnum. Kemur þetta fram í frétt á Vísir.is.


Fram kemur í fréttinnir að danska liðið KIF Kolding hafi einnig sýnt Arnari Frey áhuga en að þjálfari Kristianstads, Ola Lindgren, réði úrslitum um val Arnars á liðinu. Mun hann hitta fyrir tvo Íslendinga í Kristianstads, þá Ólaf Guðmundsson og Gunnar Stein Jónsson sem samdi við sænska liðið í vor. Kristianstads hefur hampað titlinum tvö undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir