Króksmótið fór fram um síðustu helgi

Hressir strákar/Mynd: Ómar Bragi Stefánsson
Hressir strákar/Mynd: Ómar Bragi Stefánsson

Ingvi Hrannar Ómarsson, mótastjóri Króksmótsins var hress er blaðamaður Feykis heyrði í honum að Króksmótinu loknu en þar spiluðu 115 lið úr 5., 6., og 7. flokk drengja alls staðar af landinu. 


Mótið fór mjög vel fram og ekki skemmdi veðrið fyrir en glampandi sól var á laugardeginum en sunnudagurinn var ekki alveg eins hlýr en hélst þó þurr.
Aðspurður um mikilvægi þess að halda svona stórt mót á Sauðárkróki sagði Ingvi Hrannar það gríðarlega mikilvægt. „Þegar við tökum saman allt, bensínkaup, matur á veitingastöðum, sundferðir, nestiskaup í matvörubúðunum og fleira, að þá er hægt að áætla að svona mót sé að skilja eftir sig á milli 20 til 30 milljónir fyrir samfélagið.“ Keppendur á mótinu í ár voru um 700 talsins, liðstjórarnir ig þjálfararnir 115 og um það bil 1500 foreldrar og aðstandendur.

Meðfylgjandi myndband gerðir Árni Rúnar Hrólfsson en myndatöku annaðist Árni Gunnarsson hjá Skottafilm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir