Styrktarmót fyrir Ívar Elí og fjölskyldu

Golfskálinn á Hlíðarendavelli. Mynd: Hjörtur Geirmundsson
Golfskálinn á Hlíðarendavelli. Mynd: Hjörtur Geirmundsson

Styrktarmót fyrir Ívar Elí Sigurjónsson og fjölskyldu hans verður haldið á Sauðárkróki miðvikudaginn 24. ágúst og er það jafnframt lokamót Ólafshúss-mótaraðarinnar í golfi 2016.

„Ívari Elí er bara fimm ára snáði en hefur s.l. tvö ár verið flogaveikur. Hann þarf að fara ásamt fjölskyldu sinni til Boston í haust til að gangast undir frekari rannsóknir. Allir félagar í GSS eru hvattir til að mæta og leggja málefninu lið með því að taka þátt í lokamóti Ólafshúss-mótaraðarinnar,“ segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Sauðárkróks.

Mótsgjald er kr. 1500 eða frjáls framlög. Skráning er sem fyrr á golf.is. Í lok móts verður mótaröðin gerð upp og veitt verða verðlaun fyrir samanlagðan árangur. Félagar eru góðfúslega beðnir um að koma með köku, brauðrétt, ost, kex eða bara það sem hver og einn getur og vill leggja til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir