Krækjur unnu alla sína leiki
Um helgina fór fram fyrsta umferðin í deildakeppni Íslandsmótsins í blaki á Siglufirði og í Kórnum í Kópavogi. Krækjurnar á Sauðárkróki gerðu góða ferð til Siglufjarðar, kepptu í 3. deildinni og unnu alla sína leiki
Krækjurnar, sem leika undir merkjum UMF Hjalta, unnu 5. deildina í fyrra og áttu því að spila í 4. deild núna en þær voru færðar upp í 3. deild þar sem verið var að fjölga liðum og fækka deildunum. Að sögn Völu Hrannar Margeirsdóttur, leikmanns Krækjanna, er talsverður munur á þessum deildum og erfiðari leikir.
„3. deildinni er skipt í tvo sex liða riðla og spiluðum við því fimm leiki um helgina og unnum þá alla. Í janúar förum við til Reykjavíkur og spilum aftur fimm leiki en þá verður spilað í kross - þrjú efstu lið hvors riðils spila við þrjú neðri liðin í riðlinum á móti. Síðasta helgin í Íslandsmótinu verður svo í mars á Neskaupsstað,“ segir Vala.
Christina Ferreira er spilandi þjálfari Krækjanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.