Haukar mæta í Síkið í kvöld

Fimmta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld. Tindastólsmenn verða heima í Síkinu og mæta þar sprækum Haukum og hefst leikurinn kl. 19:15 og stuðningsmenn Stólanna eru að sjálfsögðu hvattir til að fjölmenna. Stólarnir eru efstir í deildinni með jafnmörg stig og KR, Keflavík og ÍR, með sex stig eftir fjóra leiki. Haukar eru síðan í þéttum pakka liða sem unnið hafa tvo leiki og tapað tveimur.

Lið Tindastóls var fallvalt í fyrstu leikjum tímabilsins en hefur verið að stíga upp og væntanlega verða strákarnir meira en til í slaginn þegar Hafnfirðingar mæta í kvöld. Haukarnir hafa oft reynst Stólunum erfirðir og leikir liðanna oftar en ekki hnífjafnir og spennandi. Ekki ætti það að skemma fyrir skemmtuninni að Kári Jóns er aftur mættur til leiks með Haukum og því nóg af gæðingum á parketinu í kvöld.

Allir í Síkið – áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir