Sigur og tap hjá Jóni Gísla og félögum í U17
Jón Gísli Eyland, leikmaður Tindastóls, var í byrjunarliði U17 landsliðsins í fótbolta er Ísland lagði Slóvakíu 1-0 í fyrsta leik sínum í Hvíta Rússlandi sl. sunnudag. Hann var aftur á móti á bekknum í gær en þá tapaði Ísland 3-0 gegn Ísrael.
Í leiknum gegn Ísrael var Brynjar Snær Pálsson, Skagfirðingurinn hjá ÍA, í byrjunarliðinu. Þriðji leikur liðsins fer fram í dag, miðvikudag, þegar það mætir Rússlandi og hefst sá leikur klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Liðið tekur þátt í æfingamóti í Hvíta Rússlandi sem er liður í undirbúningi fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.
Hér fyrir neðan má m.a. sjá úr leik Íslands gegn Slóvakíu þegar rúmar þrjár mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.